Innsömun er orð dagsins Zophonías Torfason skrifar 3. febrúar 2024 09:31 Ég sá í dagskrárkynningu hjá RUV að velt var upp spurningunni hvað orðið inngilding stæði fyrir. Og svarið var að það væri þýðing á orðinu inclusion í ensku. RUV verður með þátt sem hefur verið kynntur á dagskrá að kvöldi þriðjudagsins 6. febrúar nk. og þar á að fjalla um mál innflytjenda. Það gefur mér tilefni til að viðra skoðun mína og hér tjái ég mig sem íslenskukennari í framhaldsskóla í áratugi og námsráðgjafi í hlutastarfi í nærri tvo áratugi, áhugamaður um íslenskt mál og málefni innflytjenda. Fyrir 10 árum var ég í námi í sérkennslufræðum við menntavísindasvið HÍ og lauk þaðan diplómanámi. Í lesefninu kom enska orðið inclusion ítrekað fyrir. Umræða skapaðist um það í hópnum hvernig best væri að koma orðum á íslensku yfir inclusion og önnur samstofna orð í ensku (inclusive, include og fleiri) sem öll eru merkingarlega nátengd. Kennararnir voru líka misjafnlega ánægðir með orðalag sem mest var þá notað í fræðunum eins og „skóli án aðgreiningar“. Einnig var notað „skóli margbreytileikans“ og einhver fleiri. Á þeim tíma kom ég fram með tillögur að hugtakanotkun sem næði utan um það sem um ræddi og afhenti þær skriflega kennara við menntavísindasvið. Tillögunum var vel tekið en ég hef í stuttu máli ekkert af málinu frétt síðan. Þar sem ég hef verið uppteknari af öðrum atriðum hef ég heldur ekki fylgt þessu eftir. Eftirfarandi orð yfir inclusion og skyld hugtök legg ég til að verði ígrunduð rækilega. Ég læt orðabókarskýringar fylgja og tek líka dæmi til skilningsauka. Nafnorðið inclusion. Ekki finnst samsvarandi nafnorð í íslenskri orðabók, þetta er þýtt með lýsingarhætti „innifalið, meðtalið“ eða lýsingarorðunum „innifalinn, meðtalinn, innlyksa“. Nýtt orð sem ég lagði og legg enn til er innsömun (kvk). Dæmi: Ég fann fyrir innsömun og leið vel þegar ég bjó í sveitinni. Skólastarfið beinist að því að innsömun nemenda verði sem greiðust og stuðlað að því á allan hátt. Þegar innsömun á sér stað þá eru aðstæður þannig að einstaklingur „kemst inn“ og í „beint samneyti við aðra einstaklinga í samfélagi“. Ekki flókið, og þó! Það er þessi tenging orðanna inn + saman sem mér fannst og finnst enn vera ein sterkustu rökin fyrir að innsömun felur í sér að viðkomandi upplifir sig sem hluta af hópi, samfélagi. Einnig vill svo skemmtilega til að þetta er nánast bein þýðing á orðinu inclusion og það skemmir ekki fyrir. Þetta hugtak er líka málfræðilega og merkingarlega hliðstætt við orðið samsömun sem flestir þekkja og orðabókin skýrir sem „innlifun, þegar barn samsamast fyrst foreldrum og síðan öðrum fyrirmyndum“. Í þessu samhengi er til sagnorðið að samsamast, sjá skáletrað hér í skýringunni á undan. Þessi hliðstæða með samsömun og innsömun skiptir miklu máli fyrir síðar nefnda orðið sem beinlínis fær stuðning af „eldra systkini“ í málkerfinu sem fólk kannast við. Lýsingarorðið inclusive; „innifalinn, reiknaður með, meðtalinn“ er oft haft í viðskiptum. Í samræmi við það sem kom hér á undan legg ég til orðið; innsamaður (kk) innsömuð (kvk) innsamað (hk). Dæmi: Þegar ég er innsamaður í hópinn þá er ég hluti af honum. Mér fannst ég ekki vera innsömuð í íslenskt samfélag fyrr en ég komst út á vinnumarkaðinn. Ef einstaklingur er ekki innsamaður samfélagi / hópi eftir ákveðinn tíma þá þarf að leita skýringa á því. Barnið virtist vera innsamað bekknum sínum. Hán er á góðri leið með að verða innsamað á sínum vinnustað. Sagnorðið include; „fela í sér, telja með, taka með“. Ég legg þar til sagnirnar að innsama / innsamast. Dæmi: Íslendingar leggja sig fram um að innsama fólk sem flytur til landsins en það gerist ekki sjálfkrafa. Það þarf vilja á báða bóga og við sem samfélag viljum innsama þá sem hingað flytja og auðvelda fólki að innsamast. Á sama hátt þarf einstaklingurinn að leggja sig fram um að innsamast nýju samfélagi svo það megi takast. Ég get rökstutt þetta betur en tel að þetta segi sig nokkuð sjálft og þessi hugtakanotkun geti „innsamast“ íslensku málkerfi mjög auðveldlega. Prófi hver fyrir sig. Ástæðan fyrir þessum fram komnu tillögum mínum núna eru einfaldlega þær að ég hef vissar efasemdir um orðið „inngilding“. Í fyrsta lagi hvernig á að nota það um þann sem hefur verið innsamaður; er hann inngildur eða inngiltur (með -d eða -t)? Ef kona telur sig vera innsamaða hvort er hún þá inngilt eða inngild? Hliðstætt orð og það sem ég tengi fyrst við inngildingu er löggilding og ef einhver er löggiltur þá væri væntanlega nærtækast og réttast að segja inngiltur (með -t) þegar viðkomandi er innsamaður. Í öðru lagi þá vakna hugrenningatengsl við orðin gildur og ógildur sem eru ekki endilega jákvæð hugtök sem taka manni „opnum faðmi“. Þvert á móti eru þau með afdráttarlausa merkingu svipað og „já og nei“ og ekkert þar á milli. Og svo eru ógildir seðlar ekki taldir með í kosningum, bara gildir, hinum er hent. Svo eykst flækjustigið þegar haft er í huga að gildur / ógildur (kk) og gild / ógild (kvk) eru skrifuð með -d en svo er gilt / ógilt (hk) með -t og þannig blandast saman í huga fólks orðin gildur (seðill) og löggiltur (túlkur) bæði í karlkyni, það fyrra með -d en síðara með -t, sjá Snöru (snara.is). Af þessum nánu tengslum orðaparanna gildur og giltur gæti einmitt verið komin efasemdin um hvort maður eigi að segja inngildur eða inngiltur. Það skiptir máli að vel takist til við innsömun nemanda í skóla, innflytjanda í nýtt samfélag sem og einstaklingi á nýjum vinnustað. Hver og einn stendur frammi fyrir einhverjum áskorunum, það á bæði við um þá nýkomnu sem og þá sem fyrir eru. Orðin sem við viljum nota og lýsa þessum hlutverkum okkar þurfa að vera í senn lýsandi og lipur. Þau þurfa að lýsa sem best því sem fram fer og það verður að vera hægt að treysta því að þau nái yfir það svið sem þeim er ætlað og það afmarkast ekki bara af orðanotkun í dag. Nýir tímar þurfa nýja tjáningu og þá þarf nýjar orðmyndir og viðbót við merkingarsvið. Það verður að vera hægt að nota orðin í fjölbreyttum myndum, beygingum og öllum búningum málsins svo þau eigi framtíð fyrir sér. Það er mín skoðun að orð eins og innsömun og þau önnur sem af hér hafa verið kynnt hafi burði til að túlka vel það sem þarf að koma á framfæri þegar rætt er um málefni innflytjenda og annarra hópa í svipaðri stöðu. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ég sá í dagskrárkynningu hjá RUV að velt var upp spurningunni hvað orðið inngilding stæði fyrir. Og svarið var að það væri þýðing á orðinu inclusion í ensku. RUV verður með þátt sem hefur verið kynntur á dagskrá að kvöldi þriðjudagsins 6. febrúar nk. og þar á að fjalla um mál innflytjenda. Það gefur mér tilefni til að viðra skoðun mína og hér tjái ég mig sem íslenskukennari í framhaldsskóla í áratugi og námsráðgjafi í hlutastarfi í nærri tvo áratugi, áhugamaður um íslenskt mál og málefni innflytjenda. Fyrir 10 árum var ég í námi í sérkennslufræðum við menntavísindasvið HÍ og lauk þaðan diplómanámi. Í lesefninu kom enska orðið inclusion ítrekað fyrir. Umræða skapaðist um það í hópnum hvernig best væri að koma orðum á íslensku yfir inclusion og önnur samstofna orð í ensku (inclusive, include og fleiri) sem öll eru merkingarlega nátengd. Kennararnir voru líka misjafnlega ánægðir með orðalag sem mest var þá notað í fræðunum eins og „skóli án aðgreiningar“. Einnig var notað „skóli margbreytileikans“ og einhver fleiri. Á þeim tíma kom ég fram með tillögur að hugtakanotkun sem næði utan um það sem um ræddi og afhenti þær skriflega kennara við menntavísindasvið. Tillögunum var vel tekið en ég hef í stuttu máli ekkert af málinu frétt síðan. Þar sem ég hef verið uppteknari af öðrum atriðum hef ég heldur ekki fylgt þessu eftir. Eftirfarandi orð yfir inclusion og skyld hugtök legg ég til að verði ígrunduð rækilega. Ég læt orðabókarskýringar fylgja og tek líka dæmi til skilningsauka. Nafnorðið inclusion. Ekki finnst samsvarandi nafnorð í íslenskri orðabók, þetta er þýtt með lýsingarhætti „innifalið, meðtalið“ eða lýsingarorðunum „innifalinn, meðtalinn, innlyksa“. Nýtt orð sem ég lagði og legg enn til er innsömun (kvk). Dæmi: Ég fann fyrir innsömun og leið vel þegar ég bjó í sveitinni. Skólastarfið beinist að því að innsömun nemenda verði sem greiðust og stuðlað að því á allan hátt. Þegar innsömun á sér stað þá eru aðstæður þannig að einstaklingur „kemst inn“ og í „beint samneyti við aðra einstaklinga í samfélagi“. Ekki flókið, og þó! Það er þessi tenging orðanna inn + saman sem mér fannst og finnst enn vera ein sterkustu rökin fyrir að innsömun felur í sér að viðkomandi upplifir sig sem hluta af hópi, samfélagi. Einnig vill svo skemmtilega til að þetta er nánast bein þýðing á orðinu inclusion og það skemmir ekki fyrir. Þetta hugtak er líka málfræðilega og merkingarlega hliðstætt við orðið samsömun sem flestir þekkja og orðabókin skýrir sem „innlifun, þegar barn samsamast fyrst foreldrum og síðan öðrum fyrirmyndum“. Í þessu samhengi er til sagnorðið að samsamast, sjá skáletrað hér í skýringunni á undan. Þessi hliðstæða með samsömun og innsömun skiptir miklu máli fyrir síðar nefnda orðið sem beinlínis fær stuðning af „eldra systkini“ í málkerfinu sem fólk kannast við. Lýsingarorðið inclusive; „innifalinn, reiknaður með, meðtalinn“ er oft haft í viðskiptum. Í samræmi við það sem kom hér á undan legg ég til orðið; innsamaður (kk) innsömuð (kvk) innsamað (hk). Dæmi: Þegar ég er innsamaður í hópinn þá er ég hluti af honum. Mér fannst ég ekki vera innsömuð í íslenskt samfélag fyrr en ég komst út á vinnumarkaðinn. Ef einstaklingur er ekki innsamaður samfélagi / hópi eftir ákveðinn tíma þá þarf að leita skýringa á því. Barnið virtist vera innsamað bekknum sínum. Hán er á góðri leið með að verða innsamað á sínum vinnustað. Sagnorðið include; „fela í sér, telja með, taka með“. Ég legg þar til sagnirnar að innsama / innsamast. Dæmi: Íslendingar leggja sig fram um að innsama fólk sem flytur til landsins en það gerist ekki sjálfkrafa. Það þarf vilja á báða bóga og við sem samfélag viljum innsama þá sem hingað flytja og auðvelda fólki að innsamast. Á sama hátt þarf einstaklingurinn að leggja sig fram um að innsamast nýju samfélagi svo það megi takast. Ég get rökstutt þetta betur en tel að þetta segi sig nokkuð sjálft og þessi hugtakanotkun geti „innsamast“ íslensku málkerfi mjög auðveldlega. Prófi hver fyrir sig. Ástæðan fyrir þessum fram komnu tillögum mínum núna eru einfaldlega þær að ég hef vissar efasemdir um orðið „inngilding“. Í fyrsta lagi hvernig á að nota það um þann sem hefur verið innsamaður; er hann inngildur eða inngiltur (með -d eða -t)? Ef kona telur sig vera innsamaða hvort er hún þá inngilt eða inngild? Hliðstætt orð og það sem ég tengi fyrst við inngildingu er löggilding og ef einhver er löggiltur þá væri væntanlega nærtækast og réttast að segja inngiltur (með -t) þegar viðkomandi er innsamaður. Í öðru lagi þá vakna hugrenningatengsl við orðin gildur og ógildur sem eru ekki endilega jákvæð hugtök sem taka manni „opnum faðmi“. Þvert á móti eru þau með afdráttarlausa merkingu svipað og „já og nei“ og ekkert þar á milli. Og svo eru ógildir seðlar ekki taldir með í kosningum, bara gildir, hinum er hent. Svo eykst flækjustigið þegar haft er í huga að gildur / ógildur (kk) og gild / ógild (kvk) eru skrifuð með -d en svo er gilt / ógilt (hk) með -t og þannig blandast saman í huga fólks orðin gildur (seðill) og löggiltur (túlkur) bæði í karlkyni, það fyrra með -d en síðara með -t, sjá Snöru (snara.is). Af þessum nánu tengslum orðaparanna gildur og giltur gæti einmitt verið komin efasemdin um hvort maður eigi að segja inngildur eða inngiltur. Það skiptir máli að vel takist til við innsömun nemanda í skóla, innflytjanda í nýtt samfélag sem og einstaklingi á nýjum vinnustað. Hver og einn stendur frammi fyrir einhverjum áskorunum, það á bæði við um þá nýkomnu sem og þá sem fyrir eru. Orðin sem við viljum nota og lýsa þessum hlutverkum okkar þurfa að vera í senn lýsandi og lipur. Þau þurfa að lýsa sem best því sem fram fer og það verður að vera hægt að treysta því að þau nái yfir það svið sem þeim er ætlað og það afmarkast ekki bara af orðanotkun í dag. Nýir tímar þurfa nýja tjáningu og þá þarf nýjar orðmyndir og viðbót við merkingarsvið. Það verður að vera hægt að nota orðin í fjölbreyttum myndum, beygingum og öllum búningum málsins svo þau eigi framtíð fyrir sér. Það er mín skoðun að orð eins og innsömun og þau önnur sem af hér hafa verið kynnt hafi burði til að túlka vel það sem þarf að koma á framfæri þegar rætt er um málefni innflytjenda og annarra hópa í svipaðri stöðu. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun