Borað eftir heitu vatni við bakka Ölfusár á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 18:53 Steinar Már (t.v.) og Sigurður Þór við borsvæðið við Hótel Selfoss og Ölfusá þar sem vonast er til að heitt vatn finnist. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. Borstjórinn segist vera hundrað prósent viss um að vatnið finnist. Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira