Hvetja skemmdarvarg til að hafa samband, spjalla um listina og fá sér vöfflu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 23:07 Í morgun tóku listamennirnir sem standa að baki Hringekju eftir því að búið var að klippa á snúrur hátalarans sem spilar hljóðhluta verksins. Þeir voru þó hvergi bangnir, tengdu snúruna upp á nýtt og vilja snúrubanann í kaffi. Klippt var á snúru hátalara sem spilar hljóðheim listaverksins Hafnarhaus Hringekju sem varpað er á Tollhúsið. Snúran var tengd að nýju og segja listamennirnir að viðkomandi sé velkomið að hafa samband til að ræða verkið, fá sér vöfflur og biðjast afsökunar, ef hann vill. Vetrarhátíðin í Reykjavík stendur yfir frá 1. til 3. febrúar í ár. Meðal viðburða sem eru á dagskrá er verkefnið Hafnarhaus Hringekja sem vann ljóslistaverkssamkeppni á vegum hátíðarinnar og Veitna. Nafn verksins er lýsandi, í því er skipt á milli þriggja listaverka sem er varpað upp á vegg Tollhússins á meðan samhangandi hljóðheimur spilast undir. Þorsteinn Eyfjörð, tónlistarmaður og Owen Hindley, stafrænn myndlistarmaður, standa að baki Hringekjunni og eru höfundar Tíðar, eins verks af þremur. Hin verkin eru eftir Atla Bollason og Heimi Frey Hlöðversson. Verkið hefur hlotið góðar viðtökur enda mikið sjónarspil en það hafa greinilega ekki allir verið sáttir. Í morgun tóku listamennirnir eftir því að búið var að skera á snúru hátalarans sem spilar hljóðheim verksins. Hafnarhaus Hringekja er mjög tilkomumikið verk enda þekur það vesturvegg Tollhússins. Gegnumgangandi stef að fólk tali ekki saman „Það er ekki þannig að við séum voða sárir og leiðir yfir því per se. Bara leiðinlegt að viðkomandi sá sér ekki fært að koma og ræða við okkur. Það er kannski gegnumgangandi stef í þróun í okkar samfélagi, við náum ekki að tala saman,“ sagði Þorsteinn Eyfjörð, einn listamanna verksins, þegar blaðamaður hafði samband. Hvenær atvikaðist þetta? „Laust um tíu í morgun þá verðum við varir við að það er búið að klippa á hljóðsnúrurnar í hátalarana sem eru úti. Hljóðið er fyrir verkin sem er verið að varpa frá Hafnarhaus út á Tollhúsið gamla, á vesturvegg þess,“ segir Þorsteinn. Atvikið minnir um margt á það þegar klippt var á snúru hátalara sem spiluðu verkið „Andskotans hávaða“ eftir listamanninn Curver Thoroddsen á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Á daginn kom að um misskilning var að ræða, húsvörður taldi listaverkið einhvers konar hrekk unglinga. Að sögn Þorsteins gengur Hringekju-verkefnið meðal annars út á að sýna fjölbreytta flóru listamanna í menningarhúsinu Hafnarhausi. „Það var verið að bjóða fólki inn í samtal, þetta er gagnvirkt verk í samtali við áhorfendur þannig okkur fannst það skjóta skökku við að viðkomandi ákvað að taka algjöra afstöðu án þess að koma og tala við okkur því við erum boðnir og búnir til þess,“ segir Þorsteinn. Verk þeirra Owens og Þorsteins byggir á ljóðinu „Barni“ eftir Stein Steinarr en túlkun þeirra er áhugaverð í ljósi skemmdarverksins. „Það sem við erum að vinna með úr ljóðinu er hvernig aðilar geta séð sjálfan sig öðruvísi en þeir eru séðir út á við. Það er þetta rof í skilningi okkar á hvoru öðru og hvaðan við erum að koma. Þannig þetta er svolítið grátbroslegt og átti ágætlega vel við,“ segir hann. Þorsteinn Eyfjörð og Owen Hindley unnu verkið Tíð saman. Fólk getur breytt listaverkinu í rauntíma Verkið felst þó ekki bara í myndböndunum og hljóðinu sem fólk getur séð og heyrt úti á götu. Inni í Hafnarhausi er hægt að taka þátt í verkinu og sjá fleiri verk til. „Síðan er hægt að koma inn í stúdíóaðstöðuna í Hafnarhaus, tala við okkur, taka þátt í verkinu með því að skanna höfuðið sitt inn í vörpunina og breyta hljóðinu í rauntíma. Svo erum við með vöfflubar, hægt að kaupa vöfflur og heitt kakó, spjalla og pæla í listinni og lífinu,“ segir hann. „Inni vildum við líka búa til vettvang fyrir allt þetta flotta skapandi fólk sem er hérna í húsinu. Þannig það er vídjósalur þar sem rúlla verk, heimildamyndir, tónlistarmyndbönd og lifandi stafræn verk,“ bætir hann við. Bjóða viðkomandi í samtal og vöfflu Þó mest fari fyrir myndböndunum sem birtast á veggnum er hljóðhlutinn ekki síður áhugaverður. „Það er tónlistar- og hljóðheimur sem áhorfendur geta haft bein áhrif á í gegnum tölvuforrit sem er uppi á vöfflubarnum. Þar getur þú sniðið tónlistina og leikið með hana eins og hvert annað skúlptúrefni, mótað upplifun þína og annarra á verkinu,“ segir hann. Mynd af verkinu gestir og gangandi geta breytt í rauntíma. „Helmingur verksins er að geta hlustað og notið þess. Það er svolítið ankannalegt að einhver komi og taki þessa afdrifaríku ákvörðun,“ segir Þorsteinn og bætir við „en við erum hvergi bangnir og löguðum snúrurnar og vonum að sá hinn sami vilji koma og spjalla.“ „Það væri merkilegt og áhugavert að sjá hvað þessum aðila ætlaðist til. Það býr örugglega ekkert slæmt að baki,“ segir Þorsteinn. Það gæti kannski verið viðbót við verkið? „Ég held að það væri fallegur og farsæll endir á þessu verki,“ segir Þorsteinn. „Fá þennan aðila til að koma til okkar í spjall og reyna að búa til samtalið sem við vildum eiga. Ég hvet viðkomandi til að setja sig í samband svo við getum rætt málin yfir kaffi og vöfflum,“ segir hann að lokum. Vetrarhátíð Reykjavík Myndlist Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Vetrarhátíðin í Reykjavík stendur yfir frá 1. til 3. febrúar í ár. Meðal viðburða sem eru á dagskrá er verkefnið Hafnarhaus Hringekja sem vann ljóslistaverkssamkeppni á vegum hátíðarinnar og Veitna. Nafn verksins er lýsandi, í því er skipt á milli þriggja listaverka sem er varpað upp á vegg Tollhússins á meðan samhangandi hljóðheimur spilast undir. Þorsteinn Eyfjörð, tónlistarmaður og Owen Hindley, stafrænn myndlistarmaður, standa að baki Hringekjunni og eru höfundar Tíðar, eins verks af þremur. Hin verkin eru eftir Atla Bollason og Heimi Frey Hlöðversson. Verkið hefur hlotið góðar viðtökur enda mikið sjónarspil en það hafa greinilega ekki allir verið sáttir. Í morgun tóku listamennirnir eftir því að búið var að skera á snúru hátalarans sem spilar hljóðheim verksins. Hafnarhaus Hringekja er mjög tilkomumikið verk enda þekur það vesturvegg Tollhússins. Gegnumgangandi stef að fólk tali ekki saman „Það er ekki þannig að við séum voða sárir og leiðir yfir því per se. Bara leiðinlegt að viðkomandi sá sér ekki fært að koma og ræða við okkur. Það er kannski gegnumgangandi stef í þróun í okkar samfélagi, við náum ekki að tala saman,“ sagði Þorsteinn Eyfjörð, einn listamanna verksins, þegar blaðamaður hafði samband. Hvenær atvikaðist þetta? „Laust um tíu í morgun þá verðum við varir við að það er búið að klippa á hljóðsnúrurnar í hátalarana sem eru úti. Hljóðið er fyrir verkin sem er verið að varpa frá Hafnarhaus út á Tollhúsið gamla, á vesturvegg þess,“ segir Þorsteinn. Atvikið minnir um margt á það þegar klippt var á snúru hátalara sem spiluðu verkið „Andskotans hávaða“ eftir listamanninn Curver Thoroddsen á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Á daginn kom að um misskilning var að ræða, húsvörður taldi listaverkið einhvers konar hrekk unglinga. Að sögn Þorsteins gengur Hringekju-verkefnið meðal annars út á að sýna fjölbreytta flóru listamanna í menningarhúsinu Hafnarhausi. „Það var verið að bjóða fólki inn í samtal, þetta er gagnvirkt verk í samtali við áhorfendur þannig okkur fannst það skjóta skökku við að viðkomandi ákvað að taka algjöra afstöðu án þess að koma og tala við okkur því við erum boðnir og búnir til þess,“ segir Þorsteinn. Verk þeirra Owens og Þorsteins byggir á ljóðinu „Barni“ eftir Stein Steinarr en túlkun þeirra er áhugaverð í ljósi skemmdarverksins. „Það sem við erum að vinna með úr ljóðinu er hvernig aðilar geta séð sjálfan sig öðruvísi en þeir eru séðir út á við. Það er þetta rof í skilningi okkar á hvoru öðru og hvaðan við erum að koma. Þannig þetta er svolítið grátbroslegt og átti ágætlega vel við,“ segir hann. Þorsteinn Eyfjörð og Owen Hindley unnu verkið Tíð saman. Fólk getur breytt listaverkinu í rauntíma Verkið felst þó ekki bara í myndböndunum og hljóðinu sem fólk getur séð og heyrt úti á götu. Inni í Hafnarhausi er hægt að taka þátt í verkinu og sjá fleiri verk til. „Síðan er hægt að koma inn í stúdíóaðstöðuna í Hafnarhaus, tala við okkur, taka þátt í verkinu með því að skanna höfuðið sitt inn í vörpunina og breyta hljóðinu í rauntíma. Svo erum við með vöfflubar, hægt að kaupa vöfflur og heitt kakó, spjalla og pæla í listinni og lífinu,“ segir hann. „Inni vildum við líka búa til vettvang fyrir allt þetta flotta skapandi fólk sem er hérna í húsinu. Þannig það er vídjósalur þar sem rúlla verk, heimildamyndir, tónlistarmyndbönd og lifandi stafræn verk,“ bætir hann við. Bjóða viðkomandi í samtal og vöfflu Þó mest fari fyrir myndböndunum sem birtast á veggnum er hljóðhlutinn ekki síður áhugaverður. „Það er tónlistar- og hljóðheimur sem áhorfendur geta haft bein áhrif á í gegnum tölvuforrit sem er uppi á vöfflubarnum. Þar getur þú sniðið tónlistina og leikið með hana eins og hvert annað skúlptúrefni, mótað upplifun þína og annarra á verkinu,“ segir hann. Mynd af verkinu gestir og gangandi geta breytt í rauntíma. „Helmingur verksins er að geta hlustað og notið þess. Það er svolítið ankannalegt að einhver komi og taki þessa afdrifaríku ákvörðun,“ segir Þorsteinn og bætir við „en við erum hvergi bangnir og löguðum snúrurnar og vonum að sá hinn sami vilji koma og spjalla.“ „Það væri merkilegt og áhugavert að sjá hvað þessum aðila ætlaðist til. Það býr örugglega ekkert slæmt að baki,“ segir Þorsteinn. Það gæti kannski verið viðbót við verkið? „Ég held að það væri fallegur og farsæll endir á þessu verki,“ segir Þorsteinn. „Fá þennan aðila til að koma til okkar í spjall og reyna að búa til samtalið sem við vildum eiga. Ég hvet viðkomandi til að setja sig í samband svo við getum rætt málin yfir kaffi og vöfflum,“ segir hann að lokum.
Vetrarhátíð Reykjavík Myndlist Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira