Trúin á kraftaverki eflist með hverjum leiknum hjá leikmönnum og stuðningsmönnum belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk eftir draumabyrjun Freys Alexanderssonar í starfi þjálfara liðsins. Freyr var keyptur til fallbaráttuliðs KV Kortijk í belgísku úrvalsdeildinni frá danska liðinu Lyngby í upphafi árs. Þá hafði liðið ekki unnið leik í deildinni síðan 21.október á síðasta ári. Kortijk vann sinn fyrsta leik undir stjórn Freysa og síðan þá hefur liðið leikið þrjá leiki og ekki tapað neinum þeirra. Belgíski blaðamaðurinn Imar Vandenabeele sem starfar hjá HLN, stærsta fjölmiðli Belgíu, hefur fylgst náið með gangi mála hjá KV Kortrijk undanfarin þrjú ár og hann tekur eftir miklum breytingum hjá liðinu eftir komu Freys. „Freyr hefur breytt miklu nú þegar fyrir KV Kortrijk. Liðið var aðeins með tíu stig eftir tuttugu leiki í deildinni þegar að hann tók. Nú eftir fjóra leiki undir stjórn Freys hefur liðið sótt í átta stig af tólf mögulegum. Stærstu breytingarnar varða samt sem áður kannski ekki skipun leikmannahópsins eða leikskipulagið sjálft. Heldur hugarfarið sem er ríkjandi innan liðsins. Þar hafa stóru breytingarnar átt sér stað.“ Kraftaverk í uppsiglingu? Kortrijk vann í gær mikilvægan 1-0 sigur á Charleroi í fyrradag og þrátt fyrir að vera enn á botni deildarinnar er útlitið orðið töluvert bjartara fyrir liðið nú þegar að sex umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni og vonast stuðningsmenn félagsins eftir því að álíka kraftaverk sé í uppsiglingu og Freyr framkvæmdi hjá Lyngby á sínum tíma, að bjarga liðinu frá falli. Freyr gat leyft sér að fagna eftir sigurleik Kortrijk á laugardaginnMynd: KV Kortrijk „Fyrir komu Freys leit þetta oft á tíðum þannig út að það virtist ekki skipta leikmenn máli að vinna leiki. Auðvitað er skrýtið að segja það en þetta leit þannig út. Þetta voru mjög erfiðir tímar fyrir félagið. Næstum allir leikir töpuðust og nær allir voru sannfærðir um að liðið yrði fallbyssufóður í belgísku úrvalsdeildinni. En undanfarnar vikur hafa orðið til þess að sú orðræða er farin að breytast. Það er einhver orka í kringum félagið og ég tel það alveg gerlegt að það bjargi sér frá falli. Ég var ekki á því máli fyrir nokkrum vikum. Ég taldi liðið ekki eiga möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni. Núna sér maður baráttu hugarfar. Liðsandinn er mikill og viljinn til þess að vinna leiki er til staðar.“ Freyr fékk á upphafsdögunum í starfi tækifæri til þess að breikka leikmannahóp Kortrijk í nýafstöðnum félagsskiptaglugga í janúar og nefnir Imar þar helst komu japönsku varnarmannanna Ryotaro Tsunoda og Haruya Fujii sem hafa komið af krafti inn í liðið. View this post on Instagram A post shared by KV Kortrijk (@kv_kortrijk) Íslenska hugarfarið Imar segir Frey ekki breytt of miklu hvað leikskipulag Kortrijk varðar. „Hann gerði nokkrar taktískar breytingar með 3-5-2-kerfinu og það gengur mjög vel upp. Þeir eru með framherja, Felipe Avenatti, sem var úti í kuldanum hjá fyrrverandi stjóra Kortrijk. Fyrri þjálfari notaði hann ekki en Freyr notaði hann og sagði hann vera mikilvægasta leikmanninn. Hann hefur staðið sig mjög vel í síðustu tveimur leikjum. Þetta er líklega stærsta breytingin en hann nýtur trausts leikmanna og hefur breytt flestu í tengslum við félagið. Ég tek til að mynda eftir því að hugarfar leikmanna hefur breyst til muna. Þetta er íslenska hugarfarið sem felst í vinnusemi innan sem utan vallar. Breytingin á hugarfarinu skipti miklu máli. Kortrijk er nánast nýtt lið sökum hugarfarsbreytingar leikmanna. Ég hef aldrei séð svona áður. Líta loks út eins og lið Þá hafi Freyr smitað jákvæðu andrúmslofti út frá sér um félagið og yfir til stuðningsmanna. „Maður sér meiri liðsheild núna. Í upphafi tímabils gat maður séð að sumir leikmenn voru svolítið sjálfhverfir en það er ekki að sjá núna. Kortrijk lítur út eins og alvöru lið þar sem að leikmenn berjast fyrir hvorn annan.“ Andrúmsloftið í kringum félagið er allt annað. Samband Freys við stuðningsmenn og fjölmiðla hafi til að mynda farið mjög vel af stað. Það er eins og nýtt tímaskeið sé hafið hjá Kortrijk. Helsta breytingin varði hugarfar leikmanna. Átta stig af mögulegum tólf í fyrstu fjórum leikjum Kortrijk undir stjórn Freys hefur eflt trúna hjá leikmannahópnum og stuðningsmönnum en verkefnið fram undan er ærið. Því þrátt fyrir gott gengi undanfarið er staðreyndin þó sú að liðið er enn á botni belgísku úrvalsdeildarinnar. Trúin er þó til staðar. „Í gær unnu þeir á heimavelli gegn Charleroi og leikmenn sögðust trúa hundrað prósent á kraftaverk. Menn efuðust dálítið fyrir leikinn en eftir leikinn gegn Charleroi sögðust sumir leikmenn trúa á kraftaverk með nýjum stjóra. Þeir höfðu meiri trú á þessu eftir Charleroi-leikinn og telja að þetta hafist. Þetta verður samt erfitt. En... ég trúi á þetta.“ Belgíski boltinn Tengdar fréttir „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. 6. janúar 2024 15:39 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Freyr og lærisveinar hans unnu Freyr Alexandersson hélt áfram góðri byrjun sinni hjá belgíska liðinu Kortrijk með sigri í dag. 3. febrúar 2024 20:12 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti
Freyr var keyptur til fallbaráttuliðs KV Kortijk í belgísku úrvalsdeildinni frá danska liðinu Lyngby í upphafi árs. Þá hafði liðið ekki unnið leik í deildinni síðan 21.október á síðasta ári. Kortijk vann sinn fyrsta leik undir stjórn Freysa og síðan þá hefur liðið leikið þrjá leiki og ekki tapað neinum þeirra. Belgíski blaðamaðurinn Imar Vandenabeele sem starfar hjá HLN, stærsta fjölmiðli Belgíu, hefur fylgst náið með gangi mála hjá KV Kortrijk undanfarin þrjú ár og hann tekur eftir miklum breytingum hjá liðinu eftir komu Freys. „Freyr hefur breytt miklu nú þegar fyrir KV Kortrijk. Liðið var aðeins með tíu stig eftir tuttugu leiki í deildinni þegar að hann tók. Nú eftir fjóra leiki undir stjórn Freys hefur liðið sótt í átta stig af tólf mögulegum. Stærstu breytingarnar varða samt sem áður kannski ekki skipun leikmannahópsins eða leikskipulagið sjálft. Heldur hugarfarið sem er ríkjandi innan liðsins. Þar hafa stóru breytingarnar átt sér stað.“ Kraftaverk í uppsiglingu? Kortrijk vann í gær mikilvægan 1-0 sigur á Charleroi í fyrradag og þrátt fyrir að vera enn á botni deildarinnar er útlitið orðið töluvert bjartara fyrir liðið nú þegar að sex umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni og vonast stuðningsmenn félagsins eftir því að álíka kraftaverk sé í uppsiglingu og Freyr framkvæmdi hjá Lyngby á sínum tíma, að bjarga liðinu frá falli. Freyr gat leyft sér að fagna eftir sigurleik Kortrijk á laugardaginnMynd: KV Kortrijk „Fyrir komu Freys leit þetta oft á tíðum þannig út að það virtist ekki skipta leikmenn máli að vinna leiki. Auðvitað er skrýtið að segja það en þetta leit þannig út. Þetta voru mjög erfiðir tímar fyrir félagið. Næstum allir leikir töpuðust og nær allir voru sannfærðir um að liðið yrði fallbyssufóður í belgísku úrvalsdeildinni. En undanfarnar vikur hafa orðið til þess að sú orðræða er farin að breytast. Það er einhver orka í kringum félagið og ég tel það alveg gerlegt að það bjargi sér frá falli. Ég var ekki á því máli fyrir nokkrum vikum. Ég taldi liðið ekki eiga möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni. Núna sér maður baráttu hugarfar. Liðsandinn er mikill og viljinn til þess að vinna leiki er til staðar.“ Freyr fékk á upphafsdögunum í starfi tækifæri til þess að breikka leikmannahóp Kortrijk í nýafstöðnum félagsskiptaglugga í janúar og nefnir Imar þar helst komu japönsku varnarmannanna Ryotaro Tsunoda og Haruya Fujii sem hafa komið af krafti inn í liðið. View this post on Instagram A post shared by KV Kortrijk (@kv_kortrijk) Íslenska hugarfarið Imar segir Frey ekki breytt of miklu hvað leikskipulag Kortrijk varðar. „Hann gerði nokkrar taktískar breytingar með 3-5-2-kerfinu og það gengur mjög vel upp. Þeir eru með framherja, Felipe Avenatti, sem var úti í kuldanum hjá fyrrverandi stjóra Kortrijk. Fyrri þjálfari notaði hann ekki en Freyr notaði hann og sagði hann vera mikilvægasta leikmanninn. Hann hefur staðið sig mjög vel í síðustu tveimur leikjum. Þetta er líklega stærsta breytingin en hann nýtur trausts leikmanna og hefur breytt flestu í tengslum við félagið. Ég tek til að mynda eftir því að hugarfar leikmanna hefur breyst til muna. Þetta er íslenska hugarfarið sem felst í vinnusemi innan sem utan vallar. Breytingin á hugarfarinu skipti miklu máli. Kortrijk er nánast nýtt lið sökum hugarfarsbreytingar leikmanna. Ég hef aldrei séð svona áður. Líta loks út eins og lið Þá hafi Freyr smitað jákvæðu andrúmslofti út frá sér um félagið og yfir til stuðningsmanna. „Maður sér meiri liðsheild núna. Í upphafi tímabils gat maður séð að sumir leikmenn voru svolítið sjálfhverfir en það er ekki að sjá núna. Kortrijk lítur út eins og alvöru lið þar sem að leikmenn berjast fyrir hvorn annan.“ Andrúmsloftið í kringum félagið er allt annað. Samband Freys við stuðningsmenn og fjölmiðla hafi til að mynda farið mjög vel af stað. Það er eins og nýtt tímaskeið sé hafið hjá Kortrijk. Helsta breytingin varði hugarfar leikmanna. Átta stig af mögulegum tólf í fyrstu fjórum leikjum Kortrijk undir stjórn Freys hefur eflt trúna hjá leikmannahópnum og stuðningsmönnum en verkefnið fram undan er ærið. Því þrátt fyrir gott gengi undanfarið er staðreyndin þó sú að liðið er enn á botni belgísku úrvalsdeildarinnar. Trúin er þó til staðar. „Í gær unnu þeir á heimavelli gegn Charleroi og leikmenn sögðust trúa hundrað prósent á kraftaverk. Menn efuðust dálítið fyrir leikinn en eftir leikinn gegn Charleroi sögðust sumir leikmenn trúa á kraftaverk með nýjum stjóra. Þeir höfðu meiri trú á þessu eftir Charleroi-leikinn og telja að þetta hafist. Þetta verður samt erfitt. En... ég trúi á þetta.“
„Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. 6. janúar 2024 15:39
Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01
Freyr og lærisveinar hans unnu Freyr Alexandersson hélt áfram góðri byrjun sinni hjá belgíska liðinu Kortrijk með sigri í dag. 3. febrúar 2024 20:12