Enski boltinn

„Liverpool var eins og pöbbalið“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk og félagar í Liverpool áttu ekki góðan dag í gær og töpuðu toppslagnum á móti Arsenal.
Virgil van Dijk og félagar í Liverpool áttu ekki góðan dag í gær og töpuðu toppslagnum á móti Arsenal. Getty/Justin Setterfield/

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og nú sérfræðingur Sky Sports, sparaði ekki yfirlýsingar sínar þegar hann var að lýsa frammistöðu Liverpool í 3-1 tapi á móti Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Jürgen Klopp, kattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi það eftir leikinn að Arsenal hafi verið mun betra liðið og hafi átt sigurinn skilinn.

Arsenal skapaði mun hættulegri færi allan leikinn og það sást vel á tölfræði eins og þeirri um áætluð mörk (xG) sem Arsenal vann 3,68 - 0,46 sem eru gríðarlegir yfirburðir í slíkri tölfræði.

Keane var vægast sagt ekki hrifinn af frammistöðu Liverpool og þá sérstaklega í varnarleiknum.

„Ákefðin í leik Liverpool frá fremsta manns til þess aftasta, hvort sem þeir voru með boltann eða ekki. Ég trúi því ekki hversu lélegir þeir voru. Arsenal á samt hrós skilið því þeir mættu öflugir til leiks og tóku á þeim,“ sagði Roy Keane.

„Varnarleikur Liverpool og mörkin sem þeir voru að fá á sig. Liverpool var eins og pöbbalið í varnarleiknum ,“ sagði Keane.

Það var einkum annað markið sem var skrautlegt því þá rákust Alisson Becker markvörður og Virgil van Dijk saman og boltinn datt fyrir fætur Gabriel Martinelli sem skoraði í tómt markið.

Keane taldi enn fremur að hvorki Arsenal né Liverpool séu með nægilega öflug lið til að koma í veg fyrir enn einn Englandsmeistaratitil Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×