Úrslitaleikur HM 2026 verður spilaður í New Jersey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Metlife leikvangurinn er heimavöllur NFL-liðanna frá New York borg. Leikvangurinn hýsti Super Bowl leikinn árið 2014. Getty/John Moore Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið það hvar leikirnir verða spilaðir á næsta heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc HM 2026 í fótbolta Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira