Grípa til aðgerða vegna hálfnakins blaðamanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Stuðningsmenn eru oft berir að ofan í stúkunni í Afríkukeppninni en það þykir að sjálfsögðu ekki boðlegt í blaðamannastúkunni. Getty/Ulrik Pedersen Allt of margir fjölmiðlamenn hafa misst sig á leikjum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í ár þar sem fagmennska og virðing fyrir kollegum sínum hefur oft fokið út um gluggann. Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira