Að byggja upp fanga eða rífa þá niður Vilhelm Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 08:00 Fangelsið á Hólmsheiði var vígt síðla árs 2016 og varð ríflega 30-35% dýrara en lagt var upp með og endaði í tæplega þremur milljörðum á þáverandi verðlagi. Framkvæmdakostnaðurinn 2013 var áætlaður tæpir tveir milljarðar (1.930 milljónir króna). Þó svo að uppbyggingin hafi átt sér stað á hagstæðum byggingartíma, þar sem engin þensla var til staðar, tókst fangelsimálayfirvöldum að láta kostnaðinn fara úr böndunum. Rými er fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun með sérstakri álmu fyrir langtímavistun kvenna. Sé litið til hvað hvert rými kostar og 56 klefum deilt í þrjá milljarða liggur hvert rými á verðgildi veglegs raðhúss. Hinn hái byggingarkostnaður gefur fullt tilefni að að framreikna verðið að núvirði. Í ávarpi Páls Winkels forstjóra Fangelsismálastofnunar kom fram að við hönnun fangelsisins hafi öryggi fanga og starfsmanna verið haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga. Markmiðið sé að fanginn komi betri út í samfélagið á ný og þannig fækki endurkomum í fangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði að markmiðið hefði verið að byggingin yrði björt og myndi draga úr þeirri yfirþyrmandi tilfinningu sem fylgir innilokun. Engu að síður virðast fangelsisyfirvöld algerlega hafa gleymt mannlega þættinum, að fangar hafi eitthvað fyrir stafni og séu í uppbyggilegri meðferð. Það getur tæplega verið ásættanlegt að helsta úrlausn yfirvalda sé að dæla róandi geðlyfjum í fangana til að þeir geti harkað af sér dvölina í rammgerðum og glæsilegum húsakynnunum á Hólmsheiðinni. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru konur lokaðar inni vegna brota sem þær frömdu og væntanlega stundum undir áhrifum áfengis og með vímuefnavanda. Fá úrræði eru hins vegar til staðar inni í fangelsinu til þess að vinna á vandanum þar sem í besta falli einn sálfræðingur sinnir öllum föngum í fangelsunum og enginn meðferðagangur er fyrir konur. Það er heldur ekkert sem tekur við þeim þegar þær ljúka afplánun og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fangelsinu á götuna og þaðan aftur inn í fangelsið. Þetta er vítahringur sem fangar festast í sé litið til ummæla fanga sem fékk að njóta gestrisni fangelsisyfirvalda í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Það verklag að innkalla heiðvirða sveitakonu og móðir ungrar stúlku á barnsaldri í rammgert öryggisfangelsi til að sitja af sér refsingu fyrir það eitt að hafa verið tekin tvisvar próflaus á bíl er vægast sagt galið. Það er umhugsunarvert hvers vegna fangelsisyfirvöld eru að eltast við fólk sem hefur orðið lítillega á og hýsa í fokdýru öryggisfangelsi á sama tíma og biðlistar fyrir afplánun lengjast stöðugt og ekki hægt að fullnusta þunga dóma. Ríkissjóður verður af milljarða tekjum þar sem fullnustu dóma er ekki fylgt eftir og fyrnast að lokum. Í mjög mörgum tilfellum myndi sakborningur greiða skuld sína við innköllun fangavistunar til að komast hjá afplánun. Tímafrekir og kostnaðarsamir dómar eru felldir eftir að vera búnir að velkjast í kerfinu í mörg ár sem fangelsisyfirvöld virðast svo fylgja eftir að eigin geðþótta og léttúð. Eftir að Kveikur birti frétt um ástand húseigna á litla Hrauni sem vart hefði átt að koma á óvart er umhugsunarvert hversu mikill offorsinn er hjá alþingismönnum og ekki síst stjórnarandstæðingum ásamt dómsmálaráðherra að brugðist verði skjótt við og nýtt fangelsi byggt. Eins og svo oft áður loðir við stjórnsýsluna að einblína fremur á umbúðirnar en hinn raunverulega vanda og eðlilega forgangsröðun. Ekki er heldur hægt að líta fram hjá því að heilbrigðismálin eru í molum. Ráðherrar eru ennþá fastir í taumlausu kjördæmapoti í stað þess að láta þjóðarhag, fyrirhyggju og hagkvæmni ráða för. Vanhugsað útspil dómsmálaráðherra um nýtt fangelsi er enn eitt dæmið um fyrirhyggjuleysið. Það ætti tæplega að vefjast fyrir yfirvöldum að viðhafa enn eitt potið til útvaldra arkitektastofa hvað varðar hönnunarsamkeppni um útfærslu og byggingu nýs og flotts fangelsis þar sem byggingarkostnaður verður eflaust léttvægur fundinn. Eðlilegra væri fyrir dómsmálaráðherra að setja frímerki á rassgatið á óvönduðum útlendingum, með lítil tengsl við landið, sem dvelja á litla Hrauni og senda til síns heimalands í stað þess að úthýsa blásaklausu fólk frá stríðshrjáðum löndum. Fangelsið Kvíabryggja og önnur opin fangelsi eru meira mannbætandi en rammgert fangelsi eins og Hólmsheiði og litla Hraun. Stór hluti fanga kemur úr félagslega erfiðum aðstæðum og hafa margir hverjir ekki fundið neina fótfestu í lífinu og sumir kannski aldrei farið út á almennan vinnumarkað. Því getur verið afskaplega erfitt fyrir þessa menn að fóta sig í lífinu, peningalausir og jafnvel heimilislausir eftir fangelsisvist með litla sem enga menntun og jafnvel enga starfsreynslu. Það er vandséð að 415 kr. á tímann fleyti þeim langt. Það er löngu tímabært að taka upp nýtt verklag og eftirfylgni sem hentar hverjum og einum. Markmið fangelsisvistunar hlýtur ávallt að vera að einstaklingurinn verði nýtur samfélagsþegn. Ella verður hann baggi á samfélaginu með ítrekaðri fangelsisvist. Í hvert skipti sem nýtt fangelsi er tekið í notkun er öðrum fangelsum umsvifalaust lokað og engu máli virðist skipta að biðlistar fyrnast og ríkissjóður verður af milljarða tekjum. Verklagið í Síðumúlafangelsi fyrir 40 árum gefur ágæta mynd af því hvernig yfirvöld forgangsraða í ríkisstofnunum. Umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir á nýjum fráfallslögnum áttu sér stað í fangelsinu árið1994. Þar þurfti að saga og brjóta gólf inn í alla klefa og önnur rými til að endurnýja lagnir. Ekkert var sparað til verksins og pottlagnir lagðar sem eru mun dýrari en plastlagnir. Gólf voru líka endursteypt og lökkuð ásamt ótal öðrum framkvæmdum. Framkvæmdin tók nokkrar vikur, föngum til lítillar gleði enda kærur og brigsl þeirra daglegt brauð vegna hávaða, plássleysis og almenns hringlandaháttar. Hvar átti að koma föngum fyrir í allri óreiðunni! Fangavörðum tókst þó með mikilli natni að sjatla óánægju og klögumál fanganna með mútum í formi pizzu-máltíða og vídeóspóla. Ári síðar var fangelsið rifið. Í Noregi hafa fangelsisyfirvöld haft það að leiðarljósi að enginn skuli afplána með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er til að tryggja öryggi. Því skuli dómþolar vistaðir í aðstæðum sem séu sem líkastar samfélaginu sem þeir eru skildir frá. Það leiðarljós hefur skilað lægstu tíðni endurkomu í fangelsi á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Árið 2015 var stjórnvöldum bent á að vinnubúðirnar fyrir utan Reyðarfjörð væru til sölu á hagstæðu verði. Annaðhvort væri hægt að vista fanga þar eða flytja búðirnar að Litla Hrauni. En búðir þessar voru fangelsisyfirvöldum greinilega ekki að skapi. Engu að síður hýsa þessar búðir túrista hótel í dag og hefur gefið góða raun. Hefði einhver vilji og framsýni verið hjá fangelsisyfirvöldum til að takast á við biðlista og leysa vandann með hagkvæmum hætti hefði einnig verið hægt að starfrækja opið fangelsi á Bifröst. Það eru líka til fangar sem útskrifa sig ekki sjálfir og vilja ekki hafa hangandi yfir sér boðun um fangelsisvist í rammbyggðu fangelsi. Kvíabryggja er eitt best lukkaða mannbætandi opna fangelsið sem völ er á og ekki spillir fyrir að fangar geta tekið með sér sitt eigið sófasett og rúm séu dýnur fangelsisins þeim ekki að skapi. Allir innviðir í landinu eru að grotna niður. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn fari að átta sig á að það þarf að forgangsraða með þjóðarhagsmuni að leiðarljós, ekki útvaldra útgerðarmanna. Þjóðin er ítrekað rænd innan frá fyrir tilverknað gerspilltra ráðherra sem taka sér miklu meira vald en þeim er heimilt og það þarf að uppræta. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Fangelsið á Hólmsheiði var vígt síðla árs 2016 og varð ríflega 30-35% dýrara en lagt var upp með og endaði í tæplega þremur milljörðum á þáverandi verðlagi. Framkvæmdakostnaðurinn 2013 var áætlaður tæpir tveir milljarðar (1.930 milljónir króna). Þó svo að uppbyggingin hafi átt sér stað á hagstæðum byggingartíma, þar sem engin þensla var til staðar, tókst fangelsimálayfirvöldum að láta kostnaðinn fara úr böndunum. Rými er fyrir 56 fanga sem sæta gæsluvarðhaldi og einangrun með sérstakri álmu fyrir langtímavistun kvenna. Sé litið til hvað hvert rými kostar og 56 klefum deilt í þrjá milljarða liggur hvert rými á verðgildi veglegs raðhúss. Hinn hái byggingarkostnaður gefur fullt tilefni að að framreikna verðið að núvirði. Í ávarpi Páls Winkels forstjóra Fangelsismálastofnunar kom fram að við hönnun fangelsisins hafi öryggi fanga og starfsmanna verið haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga. Markmiðið sé að fanginn komi betri út í samfélagið á ný og þannig fækki endurkomum í fangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði að markmiðið hefði verið að byggingin yrði björt og myndi draga úr þeirri yfirþyrmandi tilfinningu sem fylgir innilokun. Engu að síður virðast fangelsisyfirvöld algerlega hafa gleymt mannlega þættinum, að fangar hafi eitthvað fyrir stafni og séu í uppbyggilegri meðferð. Það getur tæplega verið ásættanlegt að helsta úrlausn yfirvalda sé að dæla róandi geðlyfjum í fangana til að þeir geti harkað af sér dvölina í rammgerðum og glæsilegum húsakynnunum á Hólmsheiðinni. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru konur lokaðar inni vegna brota sem þær frömdu og væntanlega stundum undir áhrifum áfengis og með vímuefnavanda. Fá úrræði eru hins vegar til staðar inni í fangelsinu til þess að vinna á vandanum þar sem í besta falli einn sálfræðingur sinnir öllum föngum í fangelsunum og enginn meðferðagangur er fyrir konur. Það er heldur ekkert sem tekur við þeim þegar þær ljúka afplánun og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fangelsinu á götuna og þaðan aftur inn í fangelsið. Þetta er vítahringur sem fangar festast í sé litið til ummæla fanga sem fékk að njóta gestrisni fangelsisyfirvalda í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Það verklag að innkalla heiðvirða sveitakonu og móðir ungrar stúlku á barnsaldri í rammgert öryggisfangelsi til að sitja af sér refsingu fyrir það eitt að hafa verið tekin tvisvar próflaus á bíl er vægast sagt galið. Það er umhugsunarvert hvers vegna fangelsisyfirvöld eru að eltast við fólk sem hefur orðið lítillega á og hýsa í fokdýru öryggisfangelsi á sama tíma og biðlistar fyrir afplánun lengjast stöðugt og ekki hægt að fullnusta þunga dóma. Ríkissjóður verður af milljarða tekjum þar sem fullnustu dóma er ekki fylgt eftir og fyrnast að lokum. Í mjög mörgum tilfellum myndi sakborningur greiða skuld sína við innköllun fangavistunar til að komast hjá afplánun. Tímafrekir og kostnaðarsamir dómar eru felldir eftir að vera búnir að velkjast í kerfinu í mörg ár sem fangelsisyfirvöld virðast svo fylgja eftir að eigin geðþótta og léttúð. Eftir að Kveikur birti frétt um ástand húseigna á litla Hrauni sem vart hefði átt að koma á óvart er umhugsunarvert hversu mikill offorsinn er hjá alþingismönnum og ekki síst stjórnarandstæðingum ásamt dómsmálaráðherra að brugðist verði skjótt við og nýtt fangelsi byggt. Eins og svo oft áður loðir við stjórnsýsluna að einblína fremur á umbúðirnar en hinn raunverulega vanda og eðlilega forgangsröðun. Ekki er heldur hægt að líta fram hjá því að heilbrigðismálin eru í molum. Ráðherrar eru ennþá fastir í taumlausu kjördæmapoti í stað þess að láta þjóðarhag, fyrirhyggju og hagkvæmni ráða för. Vanhugsað útspil dómsmálaráðherra um nýtt fangelsi er enn eitt dæmið um fyrirhyggjuleysið. Það ætti tæplega að vefjast fyrir yfirvöldum að viðhafa enn eitt potið til útvaldra arkitektastofa hvað varðar hönnunarsamkeppni um útfærslu og byggingu nýs og flotts fangelsis þar sem byggingarkostnaður verður eflaust léttvægur fundinn. Eðlilegra væri fyrir dómsmálaráðherra að setja frímerki á rassgatið á óvönduðum útlendingum, með lítil tengsl við landið, sem dvelja á litla Hrauni og senda til síns heimalands í stað þess að úthýsa blásaklausu fólk frá stríðshrjáðum löndum. Fangelsið Kvíabryggja og önnur opin fangelsi eru meira mannbætandi en rammgert fangelsi eins og Hólmsheiði og litla Hraun. Stór hluti fanga kemur úr félagslega erfiðum aðstæðum og hafa margir hverjir ekki fundið neina fótfestu í lífinu og sumir kannski aldrei farið út á almennan vinnumarkað. Því getur verið afskaplega erfitt fyrir þessa menn að fóta sig í lífinu, peningalausir og jafnvel heimilislausir eftir fangelsisvist með litla sem enga menntun og jafnvel enga starfsreynslu. Það er vandséð að 415 kr. á tímann fleyti þeim langt. Það er löngu tímabært að taka upp nýtt verklag og eftirfylgni sem hentar hverjum og einum. Markmið fangelsisvistunar hlýtur ávallt að vera að einstaklingurinn verði nýtur samfélagsþegn. Ella verður hann baggi á samfélaginu með ítrekaðri fangelsisvist. Í hvert skipti sem nýtt fangelsi er tekið í notkun er öðrum fangelsum umsvifalaust lokað og engu máli virðist skipta að biðlistar fyrnast og ríkissjóður verður af milljarða tekjum. Verklagið í Síðumúlafangelsi fyrir 40 árum gefur ágæta mynd af því hvernig yfirvöld forgangsraða í ríkisstofnunum. Umfangsmiklar og kostnaðarsamar viðgerðir á nýjum fráfallslögnum áttu sér stað í fangelsinu árið1994. Þar þurfti að saga og brjóta gólf inn í alla klefa og önnur rými til að endurnýja lagnir. Ekkert var sparað til verksins og pottlagnir lagðar sem eru mun dýrari en plastlagnir. Gólf voru líka endursteypt og lökkuð ásamt ótal öðrum framkvæmdum. Framkvæmdin tók nokkrar vikur, föngum til lítillar gleði enda kærur og brigsl þeirra daglegt brauð vegna hávaða, plássleysis og almenns hringlandaháttar. Hvar átti að koma föngum fyrir í allri óreiðunni! Fangavörðum tókst þó með mikilli natni að sjatla óánægju og klögumál fanganna með mútum í formi pizzu-máltíða og vídeóspóla. Ári síðar var fangelsið rifið. Í Noregi hafa fangelsisyfirvöld haft það að leiðarljósi að enginn skuli afplána með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er til að tryggja öryggi. Því skuli dómþolar vistaðir í aðstæðum sem séu sem líkastar samfélaginu sem þeir eru skildir frá. Það leiðarljós hefur skilað lægstu tíðni endurkomu í fangelsi á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Árið 2015 var stjórnvöldum bent á að vinnubúðirnar fyrir utan Reyðarfjörð væru til sölu á hagstæðu verði. Annaðhvort væri hægt að vista fanga þar eða flytja búðirnar að Litla Hrauni. En búðir þessar voru fangelsisyfirvöldum greinilega ekki að skapi. Engu að síður hýsa þessar búðir túrista hótel í dag og hefur gefið góða raun. Hefði einhver vilji og framsýni verið hjá fangelsisyfirvöldum til að takast á við biðlista og leysa vandann með hagkvæmum hætti hefði einnig verið hægt að starfrækja opið fangelsi á Bifröst. Það eru líka til fangar sem útskrifa sig ekki sjálfir og vilja ekki hafa hangandi yfir sér boðun um fangelsisvist í rammbyggðu fangelsi. Kvíabryggja er eitt best lukkaða mannbætandi opna fangelsið sem völ er á og ekki spillir fyrir að fangar geta tekið með sér sitt eigið sófasett og rúm séu dýnur fangelsisins þeim ekki að skapi. Allir innviðir í landinu eru að grotna niður. Það er löngu tímabært að stjórnmálamenn fari að átta sig á að það þarf að forgangsraða með þjóðarhagsmuni að leiðarljós, ekki útvaldra útgerðarmanna. Þjóðin er ítrekað rænd innan frá fyrir tilverknað gerspilltra ráðherra sem taka sér miklu meira vald en þeim er heimilt og það þarf að uppræta. Höfundur er athafnamaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun