Þetta var gert kunnugt í dag. Mede er aðdáendum að góðu kunn en hún var kynnir síðast þegar keppnin fór fram í Malmö árið 2013 og svo aftur í Stokkhólmi 2016.
„Að hugsa sér að fá að leiða Eurovision í enn eitt skiptið. Það er svo ótrúlega mikill heiður. Eftir að hafa fyrst leitt þetta ein og svo með hinum yndislega Måns Zelmerlöw mér við hlið, hlakka ég nú mikið til að vinna með Malin. Við þekkjumst ekki en höfum hist nokkrum sinnum og ég er til í þetta. Það verður gaman að vinna með henni,“ segir hin 53 ára Petra Mede.
Hin 45 ára Malin Åkerman hefur gert garðinn frægan eftir að hafa birst í fjölda Hollywood-kvikmynda, meðal annars Harold & Kumar Go to White Castle, 27 Dresses, The Proposal og Couples Retreat.
Eurovision fer fram í Malmö dagana 7., 9. og 11. maí næstkomandi. Ísland mun keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu.