Eiga á fjórða hundrað bíla í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2024 20:30 Hjónin Sigurgeir Ingimundarson og Ingibjörg Sigmarsdóttir, sem eiga glæsilegt bílasafn og nota það, sem stofustáss í nokkrum skápum heima hjá sér í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum. Í einu húsinu við Heiðmörkina í Hveragerði búa þau Sigurgeir Ingimundarson og Ingibjörg Sigmarsdóttir, sem hafa safnað bílum frá 2012. Nokkrir skápar inn í stofu hjá þeim eru fullir af allskonar glæsilegum bílum, sem þau hafa keypt eða fengið gefins. Þarna má sjá marga gullmola. „Þetta eru aðallega Fordar, það er mikið af þeim. Við eigum á fjórða hundruð bíla og erum enn að safna þó að við séum ekki að panta mikið að utan því það er orðið svo rosalega dýrt,” segir Sigurgeir. Og Ingibjörg hefur ekki síður áhuga á bílunum og söfnun þeirra. Hún segir áhugamál þeirra hjóna óvenjulegt. „Jú, sérstaklega ef hjónin eru í þessu bæði, þá er þetta það en þetta er skemmtilegt, það er svo gaman að eiga fallega bíla og geta horft á þá”, segir hún hlæjandi. Allir bílarnir eru merktir, sem Ingibjörg á heiðurinn af og hún passar að þurrka af þeim reglulega og halda þeim fínum eð aðstoð Sigurgeirs. Og hjónin safna líka líkönum af skútum, sem vekja líka athygli á heimilinu. Nokkrir skápar fullum af bílum prýða heimili þeirra Sigurgeirs og Ingibjargar í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja gestir þeirra þegar þeir sjá bílasafnið? „Flott, glæsilegt safn hjá ykkur, gaman að sjá eitthvað svona,” segir Ingibjörg. Og Ingibjörg segir að ef einhver lumi á fallegum bílum þá megi alltaf hafa samband. Sjálf á hún sér uppáhalds bíl. „Já, það er Skodi árgerð 1934, hann er svakalega fallegur.” Þegar safnið er skoðað nánar má sjá allskonar þekkta bíla á árum áður hér á Íslandi, eins og Lödu sport, Traband og bjöllu 1967 árgerð svo eitthvað sé nefnt. Mikið af glæsilegum og fallegum bílum eru safni þeirra hjóna eins og þessir þrír.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Bílar Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Í einu húsinu við Heiðmörkina í Hveragerði búa þau Sigurgeir Ingimundarson og Ingibjörg Sigmarsdóttir, sem hafa safnað bílum frá 2012. Nokkrir skápar inn í stofu hjá þeim eru fullir af allskonar glæsilegum bílum, sem þau hafa keypt eða fengið gefins. Þarna má sjá marga gullmola. „Þetta eru aðallega Fordar, það er mikið af þeim. Við eigum á fjórða hundruð bíla og erum enn að safna þó að við séum ekki að panta mikið að utan því það er orðið svo rosalega dýrt,” segir Sigurgeir. Og Ingibjörg hefur ekki síður áhuga á bílunum og söfnun þeirra. Hún segir áhugamál þeirra hjóna óvenjulegt. „Jú, sérstaklega ef hjónin eru í þessu bæði, þá er þetta það en þetta er skemmtilegt, það er svo gaman að eiga fallega bíla og geta horft á þá”, segir hún hlæjandi. Allir bílarnir eru merktir, sem Ingibjörg á heiðurinn af og hún passar að þurrka af þeim reglulega og halda þeim fínum eð aðstoð Sigurgeirs. Og hjónin safna líka líkönum af skútum, sem vekja líka athygli á heimilinu. Nokkrir skápar fullum af bílum prýða heimili þeirra Sigurgeirs og Ingibjargar í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja gestir þeirra þegar þeir sjá bílasafnið? „Flott, glæsilegt safn hjá ykkur, gaman að sjá eitthvað svona,” segir Ingibjörg. Og Ingibjörg segir að ef einhver lumi á fallegum bílum þá megi alltaf hafa samband. Sjálf á hún sér uppáhalds bíl. „Já, það er Skodi árgerð 1934, hann er svakalega fallegur.” Þegar safnið er skoðað nánar má sjá allskonar þekkta bíla á árum áður hér á Íslandi, eins og Lödu sport, Traband og bjöllu 1967 árgerð svo eitthvað sé nefnt. Mikið af glæsilegum og fallegum bílum eru safni þeirra hjóna eins og þessir þrír.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Bílar Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira