Jafnvægið getur verið mismunandi frá degi til dags. Þóra segir að það sé mikilvægt að ögra jafnvæginu helst á hverjum degi. Að vera með gott jafnvægi og sterkar undirstöður ýtir undir jafnvægi í lífinu.
,,Mikilvægt er að horfa á einn punkt beint fyrir framan þig þegar þú gerir jafnvægisstöðuna. Líkaminn beinn frá hæl og upp í hvirfil, allur þunginn á stöðufætinum. Staðsettu il á innanvert læri ýmist fyrir ofan eða neðan hné. Þrýstu nafla örlítið í átt að hrygg, fyrir betra jafnvægi. Fótleggur sterkur, lærvöðvar spenntir fyrir betra jafnvægi.'' segir Þóra
Hún segir að ef þú dettur úr stöðunni þá byrjar maður upp á nýtt. Það er eins og með lífið það er svo nauðsynlegt að muna að það er alltaf hægt að byrja upp á nýtt.
Fleiri þætti af Jógastöðu vikunnar má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Þóra er með átak í febrúar. Jóga á vinnustöðum og heilsu kynningu fyrir vinnustaði og fyrirtæki. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á heimasíðunni hennar www101yoga.is og á instagram @101yogareykjavik.