Tíu létust í hákarlaárásum í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 10:21 Þrátt fyrir að árásir séu tíðari við mannmargar strendur eru dauðsföll algengari á fáförnum slóðum. Getty/Universal Images Group/Lindsey Nicholson Tíu létust í kjölfar hákarlaárása árið 2023 en aðeins fimm árið á undan. Alls voru 69 bitnir í árásum í óvæntum árásum, ívið fleiri á brimbretti en að synda eða vaða. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar en samkvæmt frétt Guardian eru 22 árásir ekki inni í tölunum, þar sem þær áttu sér stað þegar hákörlunum var ögrað eða ógnað. Flestar af umræddum árásum áttu sér stað við spjótveiðar. Fjórir létust í Ástralíu, þar sem 22 prósent árásanna áttu sér stað. Það vekur athygli að þrátt fyrir að árásum virðist hafa fjölgað á þéttbýlum svæðum, vegna aukinnar nálægðar manna og hákarla, verða mun fleiri dauðsföll á fáförnum svæðum. Ástæðan er sögð vera sú að þar sem mannfjöldinn sé, sé einnig að finna fleiri bjargráð, til að mynda búnað til að stöðva blóðflæði (e. tourniquet). Auk dauðsfallanna fjögurra í Ástralíu létust tveir í Bandaríkjunum og einn í Mexíkó, einn í Egyptalandi, einn á Bahamaeyjum og einn í Nýju Kaledóníu. Sérfræðingar segja ástæðu þess að brimbrettakappar verða oftar fyrir árásum en aðrir þá að þeir líkist mjög selum að svamla við yfirborð sjávar. Í langflestum tilvikum var enda um „tilraunabit“ að ræða, það er að segja hákarlinn beit til að kanna hvers konar bráð væri um að ræða og hætti svo við. Í nokkrum óvenjulegum tilvikum gerðu þrjár tegundir; hvítháfur, nautháfur og tígrisháfur, þó frekari atlögu að fórnarlömbum sínum og bitu þau ítrekað. Og í sumum tilvikum var um að ræða svo stórar skepnur að eitt bit dugði til að valda dauða. Ástralía Dýr Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar en samkvæmt frétt Guardian eru 22 árásir ekki inni í tölunum, þar sem þær áttu sér stað þegar hákörlunum var ögrað eða ógnað. Flestar af umræddum árásum áttu sér stað við spjótveiðar. Fjórir létust í Ástralíu, þar sem 22 prósent árásanna áttu sér stað. Það vekur athygli að þrátt fyrir að árásum virðist hafa fjölgað á þéttbýlum svæðum, vegna aukinnar nálægðar manna og hákarla, verða mun fleiri dauðsföll á fáförnum svæðum. Ástæðan er sögð vera sú að þar sem mannfjöldinn sé, sé einnig að finna fleiri bjargráð, til að mynda búnað til að stöðva blóðflæði (e. tourniquet). Auk dauðsfallanna fjögurra í Ástralíu létust tveir í Bandaríkjunum og einn í Mexíkó, einn í Egyptalandi, einn á Bahamaeyjum og einn í Nýju Kaledóníu. Sérfræðingar segja ástæðu þess að brimbrettakappar verða oftar fyrir árásum en aðrir þá að þeir líkist mjög selum að svamla við yfirborð sjávar. Í langflestum tilvikum var enda um „tilraunabit“ að ræða, það er að segja hákarlinn beit til að kanna hvers konar bráð væri um að ræða og hætti svo við. Í nokkrum óvenjulegum tilvikum gerðu þrjár tegundir; hvítháfur, nautháfur og tígrisháfur, þó frekari atlögu að fórnarlömbum sínum og bitu þau ítrekað. Og í sumum tilvikum var um að ræða svo stórar skepnur að eitt bit dugði til að valda dauða.
Ástralía Dýr Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira