„Heimskulegt“ að mati þjálfara Willums Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Willum Þór Willumsson á ferðinni í leiknum gegn Vitesse. Getty/Henny Meijerink Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn í tveggja leikja bann í hollensku úrvalsdeildinni eftir brot sem þjálfari hans kallaði „heimskulegt“. Hann missir meðal annars af slag við erkifjendur um næstu helgi. Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar. Hollenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Willum fékk beint rautt spjald í uppbótartíma útileiks gegn botnliði Vitesse á sunnudaginn, fyrir að renna sér og sparka létt aftan í andstæðing. Brotið má sjá hér að neðan, eftir 14 mínútur og 40 sekúndur. Go Ahead Eagles, lið Willums, var yfir þegar rauða spjaldið fór á loft og vann leikinn 2-0, en ljóst er að liðið mun sakna Willums í næstu leikjum því hann hefur verið í stóru hlutverki. Á vef hollenska miðilsins AD er haft eftir þjálfara Go Ahead Eagles, René Hake, að brotið hafi verið „óheppilegt“ en hann bætti svo í og sagði það „heimskulegt.“ „Hann gerði liði sínu óleik,“ sagði Hake. Sjálfur vildi Willum meina að brot sitt hefði frekar verðskuldað gult spjald. „Það vita það allir að ég er ekki grófur leikmaður. Ég var bara að reyna að stöðva sóknina og hélt að ég fengi gult spjald. Þetta var mjög vægt,“ sagði Willum og bætti við: „Ég tæklaði hann að aftan en það er ekki eins og ég hafi á nokkurn hátt ætlað mér að meiða hann. Ég felldi hann en það var enginn slæmur hugur á bakvið þetta og engin hætta af þessu. Þess vegna fannst mér þetta mjög vægt.“ Go Ahead Eagles eru núna með 30 stig í 6. sæti en næsti leikur liðsins er heimaleikur við erkifjendurna í PEC Zwolle á sunnudag. Leikir liðanna hafa verið kallaðir IJssel-slagurinn eftir ánni IJsell sem heimaborgir liðanna eru staðsettar við. Willum missir svo einnig af lútileik við Heerenveen 17. febrúar.
Hollenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira