„Til hamingju með daginn uppáhalds manneskjan mín. Takk fyrir að hugsa allaf svona vel um mig, sérstaklega þegar þú heldur á töskunum mínum og þrífur upp eftir mig þegar að ég helli niður. Fyrir að vera minn helsti stuðningsmaður, hafa trú á mér og kenna mér þolinmæði,“ skrifaði Sara meðal annars við færsluna.
Sara lýsir Luke sem hjartahlýjum, hugulsömum og dásamlegum manni.
Luke er af írskum og amerískum ættum og starfar sem áhugaljósmyndari á Norður-Írlandi og London. Sara og Luke hafa ekki birt myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlum til þessa.
Þrátt fyrir það virðast þau hafa ferðast víða saman um heiminn síðastliðna mánuði. Um miðjan nóvember í fyrra voru þau bæði stödd í fríi í Ástralíu.
Í byrjun mars 2023 fóru þau bæði í fjórhjólaferð um eyðimerkur Dubai.