Opið bréf til Áslaugar Örnu Hópur nemenda í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði HÍ skrifar 6. febrúar 2024 14:30 Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar