„Eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Dwayne Wade ræðir við áhorfendur þegar hann var heiðraður af Miami Heat. Hann mætti með naglalakk. Getty/Megan Briggs Þekktir íþróttakarlar hafa kosið það að tjá sig á sérstakan hátt og kannski til að storka stöðnuðum hugmyndum um karlmennsku. Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira