Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:23 Þátttaka var dræm en Haley tókst engu að síður að tapa fyrir „engum“. Getty/Brandon Bell Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00