Liðsstjóri Red Bull yfirheyrður vegna ásakana um óviðeigandi hegðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2024 11:31 Christian Horner hefur notið mikillar velgengni sem liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1. getty/Clive Rose Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1, verður yfirheyrður vegna ásakana um óviðeigandi hegðun á föstudaginn. Á mánudaginn bárust fréttir af því að óviðeigandi hegðun Horners í garð starfsmanns Red Bull sé til rannsóknar. Red Bull sagðist taka ásakanirnar mjög alvarlega og hóf rannsókn á þeim. Í samtali við De Telegraaf í Hollandi hafnaði Horner ásökununum. Red Bull hefur ekki gefið út hvað felst nákvæmlega í þeim en enskir fjölmiðlar greina frá því að þær snúi að óviðeigandi og stjórnsamri hegðun Honers í garð kvenkyns starfsmanns. Utanaðkomandi aðili sér um rannsóknina á hegðun Horners og á föstudaginn verður hann yfirheyrður. Horner hefur verið liðsstjóri hjá Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur liðið sjö sinnum orðið heimsmeistari ökuþóra og sex sinnum heimsmeistari bílasmiða. Á síðasta tímabili vann Red Bull 21 af 22 keppnum og Max Verstappen varð heimsmeistari með miklum yfirburðum. Næsta tímabil í Formúlu 1 hefst 2. mars. Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Á mánudaginn bárust fréttir af því að óviðeigandi hegðun Horners í garð starfsmanns Red Bull sé til rannsóknar. Red Bull sagðist taka ásakanirnar mjög alvarlega og hóf rannsókn á þeim. Í samtali við De Telegraaf í Hollandi hafnaði Horner ásökununum. Red Bull hefur ekki gefið út hvað felst nákvæmlega í þeim en enskir fjölmiðlar greina frá því að þær snúi að óviðeigandi og stjórnsamri hegðun Honers í garð kvenkyns starfsmanns. Utanaðkomandi aðili sér um rannsóknina á hegðun Horners og á föstudaginn verður hann yfirheyrður. Horner hefur verið liðsstjóri hjá Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur liðið sjö sinnum orðið heimsmeistari ökuþóra og sex sinnum heimsmeistari bílasmiða. Á síðasta tímabili vann Red Bull 21 af 22 keppnum og Max Verstappen varð heimsmeistari með miklum yfirburðum. Næsta tímabil í Formúlu 1 hefst 2. mars.
Akstursíþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira