Gefum íslensku séns í hamförum samfélagsbreytinga Inga Daníelsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 12:00 Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun