Erlent

Leitin hefur ekki borið árangur

Samúel Karl Ólason skrifar
Slæmt veður var á staðnum þegar Kambur sökk.
Slæmt veður var á staðnum þegar Kambur sökk.

Leit að tveimur sjómönnum sem saknað er eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Færeyjum í gær hefur ekki skilað árangri í dag. Leitað hefur verið úr lofti og á sjó en einn neyðarsendir úr skipinu hefur fundist.

Skipið sökk í gær eftir að það fékk á sig brot og mikil slagsíða komst á það. Fjórtán af sextán úr áhöfn skipsins var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslu Færeyja en einn þeirra komst ekki í flotgalla og var fastur á síðu skipsins í þrjá tíma áður en honum var bjargað.

Myndband sem tekið var um borð í öðru skipi, sýnir þegar verið var að bjarga mönnum af skipinu, skömmu áður en það sökk.

Kringvarpið segir að sjópróf muni hefjast í næstu viku.

Leitin að mönnunum tveimur sem saknað er hefur verið nokkuð umfangsmikil. Áhafnir annarra skipa hafa komið að henni ásamt áhafnir leitarflugvélar frá Danmörku. Áhöfn Brimils, skips Landhelgisgæslu Færeyja, heldur utan um leitina á svæðinu. 


Tengdar fréttir

Leit haldið áfram við Færeyjar í dag

Leit að tveimur sjómönnum sem saknað er eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Suðurey í Færeyjum í gær verður haldið áfram í dag. Sextán manns voru um borð í skipinu þegar það fékk á sig brotsjó í gærmorgun og mikil slagsíða kom á það.

Tveggja saknað eftir að færeyskt línuskip sökk

Tveggja manna er saknað eftir að færeyska línuskipið Kambur fékk á sig brot í morgun. Mikil slagsíða kom á skipið og sendi áhöfn þess út neyðarkall um klukkan sjö í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×