Aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi Bjarni Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 07:31 Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi. Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að opinberri heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum. Því verður að halda áfram að byggja upp og efla opinbera heilbrigðisþjónustu um land allt og tryggja um leið að allir landsmenn eigi aðgang að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Innviðir til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir Við erum hinsvegar oft minnt á að grunninnviðir okkar til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir. Of margir staðir á landinu búa ekki við örugga læknisþjónustu og stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta brugðist strax við ef fyrirvaralítið koma upp alvarleg veikindi eða slys. Hér þarf að gera svo miklu betur og í samvinnu við viðkomandi byggðarlög. Á undanförnum árum hefur flóknari aðgerðum og sérfræðiþjónustu verið hagrætt í burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur. Á móti átti að fjölga komum sérfræðilækna út á heilsugæslustöðvarnar um landið til að geta sinnt hluta þeirrar þjónustu áfram í heimabyggð. Það hefur ekki gengið eftir. Fólk af landsbyggðinni þarf nú í síauknum mæli að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og áhættu sem því fylgir. Landsbyggðin fær nú sérgreinalækna sjaldnar í heimabyggð og biðlistar lengjast. Samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu Það er mikið áhyggjuefni hve langir biðlistar eru eftir aðgerðum. Einnig að fólk standi frammi fyrir því að leggja út í mikinn kostnað til að komast í aðgerðir utan almenna heilbrigðiskerfisins til viðbótar við þá röskun og útgjöld sem fylgja því að sækja þjónustu fjarri heimahögum. Það eru fjárútlát sem sum okkar ráða einfaldlega ekki við, enda viljum við ekki samfélag þar sem samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu er rofinn. Án aðkomu hins opinbera mun framboð á aðgerðum innan einkageirans því frekar nýtast efnafólki og verða þeim auðveldara sem styttra eiga að sækja þjónustuna, og ekki reynast sú blessun sem einhverjir horfa til. Margir óttast, ekki síst stjórnendur ríkisrekinna sjúkrahúsa, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, að samhliða aukinni útvistun læknisaðgerða til einkaaðila muni Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir missa frá sér starfsfólk. Okkar helstu stofnanir búa nú þegar við alvarlegan mönnunarvanda. Ekki þjóðarvilji að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið Í mínum huga er ótækt að ráðast í frekari útvistun verkefna úr almenna heilbrigðiskerfinu til einkaaðila án stefnumarkandi ákvarðana um framtíð þess og hvernig verði tryggt að allir landsmenn búi við þau mannréttindi að eiga sama aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð stöðu, búsetu og efnahag. Það er ekki þjóðarvilji fyrir því að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið. Sú vegferð sem ýmis stjórnmálaöfl sem nú fara mikinn tala fyrir, að útvista í ríkara mæli aðgerðum til einkaaðila mun aðeins auka kostnað sjúklinga, kostnað ríkisins af rekstri heilbrigðiskerfisins og mönnunarvandann á okkar helstu sjúkrastofnunun. Til lengri tíma verður að tryggja í hvívetna öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, um það er þjóðarsátt. Engum hugnast að hér verði til nýtt kerfi byggt á einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi sem við verðum að standa vörð um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Heilbrigðismál Mannréttindi Landspítalinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt. Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi. Ein grundvallarforsenda búsetuöryggis er öruggt aðgengi að opinberri heilbrigðisþjónustu. Íbúar á öllu landinu verða að geta sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum. Því verður að halda áfram að byggja upp og efla opinbera heilbrigðisþjónustu um land allt og tryggja um leið að allir landsmenn eigi aðgang að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Innviðir til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir Við erum hinsvegar oft minnt á að grunninnviðir okkar til að vernda líf og heilsu fólks eru götóttir. Of margir staðir á landinu búa ekki við örugga læknisþjónustu og stöðuga viðveru lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta brugðist strax við ef fyrirvaralítið koma upp alvarleg veikindi eða slys. Hér þarf að gera svo miklu betur og í samvinnu við viðkomandi byggðarlög. Á undanförnum árum hefur flóknari aðgerðum og sérfræðiþjónustu verið hagrætt í burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur. Á móti átti að fjölga komum sérfræðilækna út á heilsugæslustöðvarnar um landið til að geta sinnt hluta þeirrar þjónustu áfram í heimabyggð. Það hefur ekki gengið eftir. Fólk af landsbyggðinni þarf nú í síauknum mæli að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og áhættu sem því fylgir. Landsbyggðin fær nú sérgreinalækna sjaldnar í heimabyggð og biðlistar lengjast. Samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu Það er mikið áhyggjuefni hve langir biðlistar eru eftir aðgerðum. Einnig að fólk standi frammi fyrir því að leggja út í mikinn kostnað til að komast í aðgerðir utan almenna heilbrigðiskerfisins til viðbótar við þá röskun og útgjöld sem fylgja því að sækja þjónustu fjarri heimahögum. Það eru fjárútlát sem sum okkar ráða einfaldlega ekki við, enda viljum við ekki samfélag þar sem samfélagssáttmáli um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu er rofinn. Án aðkomu hins opinbera mun framboð á aðgerðum innan einkageirans því frekar nýtast efnafólki og verða þeim auðveldara sem styttra eiga að sækja þjónustuna, og ekki reynast sú blessun sem einhverjir horfa til. Margir óttast, ekki síst stjórnendur ríkisrekinna sjúkrahúsa, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, að samhliða aukinni útvistun læknisaðgerða til einkaaðila muni Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir missa frá sér starfsfólk. Okkar helstu stofnanir búa nú þegar við alvarlegan mönnunarvanda. Ekki þjóðarvilji að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið Í mínum huga er ótækt að ráðast í frekari útvistun verkefna úr almenna heilbrigðiskerfinu til einkaaðila án stefnumarkandi ákvarðana um framtíð þess og hvernig verði tryggt að allir landsmenn búi við þau mannréttindi að eiga sama aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu óháð stöðu, búsetu og efnahag. Það er ekki þjóðarvilji fyrir því að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið. Sú vegferð sem ýmis stjórnmálaöfl sem nú fara mikinn tala fyrir, að útvista í ríkara mæli aðgerðum til einkaaðila mun aðeins auka kostnað sjúklinga, kostnað ríkisins af rekstri heilbrigðiskerfisins og mönnunarvandann á okkar helstu sjúkrastofnunun. Til lengri tíma verður að tryggja í hvívetna öflugt opinbert heilbrigðiskerfi, um það er þjóðarsátt. Engum hugnast að hér verði til nýtt kerfi byggt á einkavæðingu heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi sem við verðum að standa vörð um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun