Útvistaðar rangfærslur Vinstri grænna Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Heilbrigðismál Landspítalinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar