Samgöngumál í Mýrdal Þórir N. Kjartansson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal. Í þessu ferli kom mest á óvart það ótrúlega útspil Vegagerðarinnar að mæla með ,,valkosti 4 og/eða 4b” sem framtíðarvegi um mið-Mýrdalinn en ekki þeim láglendisvegi sem hefur verið inni á skipulagi sveitarfélagsins frá árinu 2012. Nánast hver einasti maður sem þekkir hér til skilur hvorki upp né niður í þessari ákvörðun, enda þjónar hún í engu þeim markmiðum sem Vegagerðin sjálf setur sér og á að vinna eftir við nýlagnir vega. Þá var sveitarstjórn fyrir löngu búin að gera fulltrúum Vegagerðarinnar það ljóst að fyrir þessari leið yrði aldrei gefið framkvæmdaleyfi. Það væri í hæsta máta eðlilegt af forstjóra Vegagerðarinnar að rannsaka hvaða starfsmenn stofnunarinnar hafa talað fyrir þessari niðurstöðu og fengið því ráðið að hún skyldi verða fyrir valinu og skoða ofan í kjölinn hvort einhver ófagleg sjónarmið liggi þar að baki. Matsáætlun og umhverfisskýrsla kostuðu litlar 105 milljónir og þar af fóru fimmtíu í rannsóknir. Rannsóknir sem felast t.d. í því að skoða og greina grasstrá og telja fugla og fuglahreiður sem hugsanlega gætu verið nálægt væntanlegri veglínu ásamt því að skríða um austurhlíðar Reynisfjalls og telja brekkubobbana sem þar halda sig og gleymum ekki hornsílatalningunni í ársprænunum sem renna í Dyrhólaós. Menningarminjar eru víða að finna og meira að segja gæti einn eða tveir gamlir kálgarðar okkar Víkurbúa austan Reynisfjalls orðið fyrir raski vegna þessa nýja vegar. Út frá þessum rannsóknum er svo dregin upp kolsvört mynd af því hvernig þessi hugsanlegi vegur gæti haft óafturkræf umhverfisáhrif á allt lífríki og ásýnd svæðisins. Það væri kannski eðlilegra að meira væri litið til þess að vegfarendur komist heilir á húfi úr umferðinni á áfangastað og út frá því ætti Vegagerðin fyrst og fremst að byggja sínar ákvarðanir. Flækjustigið í kringum þessi umhverfismál þar sem eitthvað á að framkvæma er komið langt út fyrir öll eðlileg mörk. Ég óttast að þessi yfirdrifni hræðsluáróður sem allstaðar er orðinn í kringum allar verklegar framkvæmdir sé kominn svo langt út yfir alla skynsemi að fólki ofbjóði og það fari að snúast gegn því góða málefni, sem eðlileg náttúruvernd er. Með nokkrum sanni má segja að núverandi vegakerfi á Íslandi sé að mestu byggt upp á s.l. sjötíu árum og ekki annað að heyra en um það ríki sátt og engar kvartanir heyrast um að það sé stórfelld skemmd eða lýti á náttúrunni. Væri verið að byrja á sama verkefni núna, myndi það örugglega ekki taka minna en sjö hundruð ár með núverandi kúnstum og flækjustigi. Nú er orðið meira en mál að ganga í málið og hrinda í framkvæmd því sem okkur Mýrdælingum voru gefin fyrirheit um fyrir fjörutíu árum, þegar Dyrhólahreppur og Hvammshreppur voru sameinaðir í einn hrepp, að greiða fyrir samgöngum í þessu nýja sveitarfélagi með göngum undir Reynisfjall. Og nú er enn meira undir, umferðin hefur margfaldast, stórir fólksflutningabílar og erlendir ökumenn sem lítt kunna á vetrarakstur fara hér um í þúsundatali auk þess sem nánast allir fraktflutningar hingað og alla leið á Egilsstaði fara hér í gegn. Nú liggur fyrir Alþingi ný samgönguáætlun og gott tækifæri fyrir þingmenn Suðurlands að sýna hvað í þeim býr, með því að setja þessa mikilvægu og arðsömu samgöngubót í fyrsta sæti á eftir þegar ákveðnum vegaframkvæmdum við þjóðveg eitt á Suðurlandi Höfundur býr í Vík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar