Örlagastund? Margrét Kristín Blöndal skrifar 8. febrúar 2024 10:01 Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Margrét Kristín Blöndal Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína).
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar