„Þetta er Þóra sem við þekkjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 13:01 Þóra Kristín Jónsdóttir í leiknum á móti Stjörnunni en til varnar er Stjörnukonan Ísold Sævarsdóttir. Visir/Diego Þóra Kristín Jónsdóttir átti mjög góðan leik þegar Haukakonur unnu öruggan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð A-hluta Subway deildar kvenna í körfubolta. Þóra Kristín fékk líka hrós í Subway Körfuboltakvöldi þar sem farið var yfir leikina í vikunni. Þóra var með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum en hún hitti úr 64 prósent skota sinna. Stjörnukonur réðu ekkert við Haukaliðið sem er að blómstra eftir að Ingvar Guðjónsson tók einn við liðinu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu frammistöðu Haukaliðsins í leiknum og þar fékk Þóra mesta hrósið. „Þóra, mín kona, var loksins komin með svægið sitt aftur. Hún var að spila á sínu getustigi,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Sendingarnar, hvernig hún sækir inn í vörnina og opnar fyrir aðrar. Hún var með 62 prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og 67 prósent nýtingu í þriggja. Hún er aðalleikstjórnandi landsliðsins og hún var bara að sýna það að hún er bara það mikið betri en nýliðinn,“ sagði Ólöf Helga. „Ég vil bara að Þóra haldi áfram því þetta finnst mér eðlilegar tölur fyrir hana,“ sagði Ólöf. „Við erum svolítið búin að sakna þessarar Þóru í vetur,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Hún hefur átt svona leiki inn á milli. Kannski ekki svona en góða leiki þar sem maður sér góðu gömlu Þóru. Við erum búin að ræða mikið þetta Kieru-Þóru samband inn á vellinum. Við vitum alveg hvað Þóra kann og getur,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að sjá svona tölur í hverjum einasta leik hjá henni en samt sem áður á hún ekki að vera tapa eins mikið af boltum og hún hefur verið að gera. Hún á ekki að vera að skora jafnlítið og allt þetta. Þetta er Þóra sem við þekkjum og við viljum hafa hana svona,“ sagði Hallveig. Það má sjá umfjöllunina um Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra sýndi sitt rétta andlit Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Sjá meira
Þóra Kristín fékk líka hrós í Subway Körfuboltakvöldi þar sem farið var yfir leikina í vikunni. Þóra var með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum en hún hitti úr 64 prósent skota sinna. Stjörnukonur réðu ekkert við Haukaliðið sem er að blómstra eftir að Ingvar Guðjónsson tók einn við liðinu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu frammistöðu Haukaliðsins í leiknum og þar fékk Þóra mesta hrósið. „Þóra, mín kona, var loksins komin með svægið sitt aftur. Hún var að spila á sínu getustigi,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Sendingarnar, hvernig hún sækir inn í vörnina og opnar fyrir aðrar. Hún var með 62 prósent nýtingu í tveggja stiga skotum og 67 prósent nýtingu í þriggja. Hún er aðalleikstjórnandi landsliðsins og hún var bara að sýna það að hún er bara það mikið betri en nýliðinn,“ sagði Ólöf Helga. „Ég vil bara að Þóra haldi áfram því þetta finnst mér eðlilegar tölur fyrir hana,“ sagði Ólöf. „Við erum svolítið búin að sakna þessarar Þóru í vetur,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Hún hefur átt svona leiki inn á milli. Kannski ekki svona en góða leiki þar sem maður sér góðu gömlu Þóru. Við erum búin að ræða mikið þetta Kieru-Þóru samband inn á vellinum. Við vitum alveg hvað Þóra kann og getur,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að sjá svona tölur í hverjum einasta leik hjá henni en samt sem áður á hún ekki að vera tapa eins mikið af boltum og hún hefur verið að gera. Hún á ekki að vera að skora jafnlítið og allt þetta. Þetta er Þóra sem við þekkjum og við viljum hafa hana svona,“ sagði Hallveig. Það má sjá umfjöllunina um Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra sýndi sitt rétta andlit
Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum