Innlent

Heita­vatns­laust á Kefla­víkur­flug­velli

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag.
Frá Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Aðsend

Heitavatnslaust er á Keflavíkurflugvelli vegna hrauns sem flætt hefur yfir heitavatnsæð við Svartsengi.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að enn sem komið sé hafi slíkt takmörkuð áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvelli en að fylgst sé vel með þróun mála. 

Hann segir að starfsmenn Isavia séu vel undirbúnir ef grípa þurfi til nauðsynlegra aðgerða, meðal annars til að bregðast við hugsanlegri kólnun í flugstöðinni af völdum heitavatnsleysis. 

„Flugfélög og flugþjónustufyrirtæki á vellinum eru upplýst um stöðu mála til að þau geti gripið til viðbragðsaðgerða í sinni þjónustu og á sínum rekstrarsvæðum á flugvellinum ef og þegar þörf verður á,“ segir í skriflegu svari frá Guðjóni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×