Kafa ofan í „stóra bílastæðamálið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2024 14:03 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Einar/Sigurjón Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum. Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum.
Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira