Úrslitaleikur Van Gerwens og Littlers var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í oddalegg. Littler fékk tvö tækifæri til að tryggja sér sigurinn en þau gengu honum úr greipum. Van Gerwen nýtti sér það og vann leikinn, 6-5.
VAN GERWEN THE BOSS IN BERLIN!
— PDC Darts (@OfficialPDC) February 8, 2024
Michael van Gerwen survives two match darts in a dramatic last-leg decider to edge out Luke Littler and claim the Night Two spoils in the German capital!
https://t.co/gbUt9q25Jh#PLDarts | Final pic.twitter.com/ZfjXNwNDAx
„Ég spilaði mjög vel. Ég hélt sett pressu á andstæðing minn á mikilvægum augnablikum,“ sagði Van Gerwen eftir úrslitaleikinn. „Mér líður vel og það er meira í vændum. Það var gott að mæta Littler í öðrum úrslitaleik og vonandi heldur það áfram.“
Þetta var þriðji úrslitaleikur Van Gerwens og Littlers á árinu. Littler vann úrslitaleik þeirra á Bahrain Darts Masters en Van Gerwen úrslitaleikinn á Dutch Darts Masters.
Í átta manna úrslitum á keppniskvöldinu í Þýskalandi í gær vann Van Gerwen Nathan Aspinall, 4-6, á meðan Littler sigraði Rob Cross, 6-5. Úrslit beggja undanúrslitaleikjanna réðust í oddalegg. Van Gerwen vann Michael Smith, 6-5, og Littler sigraði heimsmeistarann Luke Humphries, 6-5.
Smith er á toppi úrvalsdeildarinnar með sjö stig. Van Gerwen og Littler koma næstir með fimm stig hvor.
LATEST STANDINGS
— PDC Darts (@OfficialPDC) February 8, 2024
Michael Smith still leads the way after Night Two.#PLDarts pic.twitter.com/DqE0htkBic
Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Glasgow í Skotlandi fimmtudaginn í næstu viku.