Tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir 22 árum sat ég fyrir framan Guðmund lækni þar sem hann tilkynnti mér að ástæðan fyrir slappleika mínum og veikindum væri hvítblæði. Mín fyrsta hugsun á var að ég myndi missa hárið en svo varð ég hrædd við að deyja og sorgmædd að mögulega myndi ég aldrei verða gömul. En hér stend ég svo sannarlega á lífi eftir erfiða og krefjandi meðferð sem ég get ekki þakkað nógu mikið fyrir. Það hafa verið ýmsar áskoranir sem ég hef þurft að takast á við í kjölfar krabbameinsmeðferðarinnar það er svokallaðar síðbúnar afleiðingar. Í mínu tilviki var birtingarmynd þeirra minnisörðuleikar vegna tíðra svæfinga, námsörðuleikar og mikill kvíði. Á sínum tíma var þetta lítið þekkt og fá úrræði til að hjálpa manni að takst á við lífið eftir krabbameinsmeðferð með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Þótt ég ætli ekki að gera lítið úr minni eigin reynslu en þá hef ég fengið að kynnast því í gegnum störf mín hjá Kraft, stuðningsfélagi hvað síðbúnar afleiðingar geta verið alvarlegar og skerðandi fyrir lífsgæði fólks . Hér áður fyrr var fókusinn á að bjarga mannslífum þegar fólk greindist með krabbamein en í dag með bættum lyfjum og meiri vitneskju á meðferð við krabbameinum er sífellt stærri hópur sem lifir eftir krabbamein. Fjöldi þeirri sem að læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt og þurfum við að hjálpa þessum hópi að lifa með síðbúnum afleiðingum meðferðarinnar og tryggja heilbrigðisþjónustu sem getur sinnt þessum vaxandi hópi. En reiknað er með því að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og er ört vaxandi hópur, sem betur fer. Þótt að margt hafi breyst á þessum 22 árum þar sem vitneskja um síðbúnar afleiðingar hefur aukist til muna og endurhæfingarúrræði fyrir krabbameinsgreinda hefur stórbatnað er ljóst að enn er langt í land varðandi viðeigandi eftirfylgni varðandi síðbúnar afleiðingar og að heilbrigðiskerfið getið þjónustað og annað þessum mikla fjölda sem lifir eftir krabbamein Á Alþjóðdegi gegn krabbameinum vakti landlæknir einmitt athygli á þeim áskorunum sem stöndum frammi fyrir varðandi fjölgun þeirra sem að greinast með krabbamein og þeirra sem að læknast. En samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélaginu mun aukning á greiningum krabbameina aukast um ríflega 50% til ársins 2040 eða um 3000 manns munu greinast til samanburðar við þá 1900 sem greindust árið 2022. Í ljósi þessara staðreynda skiptir miklu máli að heilbrigðisyfirvöld móti sér skýra stefnu og aðgerðaáætlun í þessum málaflokki. Fyrsta skrefið að mínu mati er að við séum með öfluga og virka krabbameinsáætlun að leiðarljósi. Krabbameinsáætlun er aðgerðaráætlun stjórnvalda í málaflokknum og skiptir máli að aðgerðirnar séu samhæfðar og markvissar til að árangur náist. Því er mjög ánægjulegt að sú vinna sé hafinn innan heilbrigðisráðuneytisins með spítalanum og viðeigandi hugsmunasamtökum. Miklu máli skiptir að allir hagsmunaaðilar stilli saman strengi og úr verði leiðarvísir hvernig við getum með bestum hætti mætt þörfum ört stækkandi hóps krabbameinsgreindra. Kraftur á fulltrúa í umræddum vinnuhóp og munum við leggja okkur fram við að tekið verði tillit til sjónarmiða og áskorana sem ungt fólks sem greinst hefur með krabbamein stendur frammi fyrir. Jafnframt undirstrika ég þá miklu þörf að stærra húsnæði verði tryggt fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sem er fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér sem Krabbameinsfélagið hefur margoft vakið athygli á og hversu brýnt sé að bregðast við hið fyrsta. Það er hagsmunamál fyrir okkur öll að við náum árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Krabbamein er því miður eitthvað sem alltof margir þekkja af eigin raun eða sem aðstandendur. En einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og gera má ráð fyrir að hinir tveir verði aðstandendur. Þetta varðar því okkur öll og nú er nauðsyn að við tökum höndum saman í baráttunni gegn krabbameinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kraft.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun