Dauðahald valds Viðar Hreinsson skrifar 9. febrúar 2024 12:01 Það sem nú gengur yfir á Gaza er afhjúpandi. Það afhjúpar vald sem Vesturlönd hafa tekið sér, verja og halda í dauðahaldi. Bókstaflega dauðahaldi. Það hófst af alvöru fyrir 500 árum –samþætt valdi sem Evrópubúar tóku sér í sívaxandi mæli yfir náttúru og fólki í öðrum heimshlutum. Við súpum æ beiskara seyði af náttúrudrottnun sem ekki sér fyrir endann á og afleiðingar nýlendukúgunar tekur á sig hryllilegar myndir. Drottnun yfir fólki í öðrum heimshlutum er löng kúgunarsaga og óheyrilega ljót. Heilum þjóðflokkum frumbyggja var útrýmt, fólk var hneppt í grimmilegan þrældóm og flutt á milli heimsálfa. Nú er víða verið að draga fram afleiðingarnar og gera þær upp. Þær koma upp úr fjöldagröfum, heimildum og allskyns vitnisburðum og uppgjörið fer fram í menningu, stjórnmálum og aðgerðum um víða veröld. Ofbeldið gagnvart fólki og náttúru var í hagnaðarskyni. Arðrán og ofsagróði hafa yfirskyggt ýmsar góðar hugmyndir sem þróuðust á Vesturlöndum um lýðræði og mannúð. Um leið voru þær notaðar sem réttlæting ofbeldis. Afraksturinn er óheyrileg velmegun Vesturlanda og valdastétta annarra heimshluta og síðustu áratugi gengdarlaust neyslusukk óralangt umfram allar eðlilegar þarfir. Heilu heimshlutarnir eru úr lagi gengnir, eftir arðrán og yfirgang Vesturlanda sem hafa ráðskast með nýlendur og auðlindir að vild. Þar er rótin að blóðbaðinu í Palestínu sem er dapurleg táknmynd valdsins. Síonistar tóku að seilast eftir valdi í skjóli Breta fyrir meira en hundrað árum og eftir útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi var Palestína notuð sem samviskuplástur Evrópu. Ísraelsríki var stofnað og þjóð hrakin á flótta. Palestína er kjarni og táknmynd af sér gengins nýlenduvalds, afmennskandi valds sem Vesturlönd hafa tekið sér. Það er útilokað að meta mannslíf misjafnlega eftir hörundslit eða öðrum uppruna. Það gera þó Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þau sem styðja þau til embætta og valda, með því að styðja beint eða óbeint morðæði Ísraelsstjórnar. Stofnun Ísraelsríkis var frá upphafi valdbeiting Vesturlanda. Bjarni Benediktsson ver gamalgróið vald. Vald og forréttindi auðstétta stórvelda gagnvart almúga heimsins. Sú vörn er gjörfirrt og sneydd hugsun og mannúð. Bjarni japlar á sömu rangfærslunum aftur út og suður, um þolmörk að bresta. Það er augljóst að lifandi manneskjur eru skiptimynt hans í pólitískri tækifærismennsku. Það er gamalkunn aðferð að endurtaka sömu lygina nógu oft en Bjarni er svo skyni skroppinn í einsýni sinni að hann áttar sig ekki á að æ fleiri eru hætt að trúa honum og hafa snúið við honum baki. Þó að Bjarni segi að það sé ljótt af Ísraelsstjórn að fara svona með fólk er það bara hálfkák. Hann kærir sig kollóttan um fórnarkostnaðinn, ófær um að horfast í augu við blóði drifinn og limlestan veruleikann, um 28 þúsund manns myrt, þar af vel á annan tug þúsunda barna og helmingi fleiri eru limlest og hungur og úrræðaleysi sverfa að. Meiri hörmungar en hægt er að afbera að horfa uppá. „Þetta eru ekki hvítir Vesturlandabúar“ er sjónarmið valdsins en æ fleiri segja hástöfum, „börnin á Gaza eru okkar börn.“ Það er augljóst að Bjarni Benediktsson hefur engan áhuga á að bjarga þeim hingað til lands sem rétt eiga á því, þótt þrautseigt Palestínufólk og vinir þeirra hafi tjaldað á Austurvelli og víða sé mótmælt hástöfum. Bjarni ver vald sitt og sinna nóta og VG ver Bjarna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru í aumkunarverðri keppni í undanbrögðum og flæmingi. Annað þeirra í ósvífinni og skyni skroppinni valdsgæslu, ástæður hins skil ég ekki, þar er manneskja sem fólk leit til sem vænlegs leiðtoga til að leiða baráttu fyrir brýnum og óhjákvæmilegum samfélagsbreytingum, gegn því drottnunarvaldi sem níðist á fólki og umhverfi. Allar þær væntingar eru löngu brostnar. Ekki er fleiri orðum eyðandi á fyrirlitlegt úrræðaleysi. Nú hafa þrjár kvenhetjur tekið af skarið. Baráttukonan María Lilja Þrastardóttir og frábæru rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Þær eiga vini meðal Palestínufólks og gátu ekki afborið ástandið lengur heldur tóku til sinna ráða. Þær hafa bjargað einni fjölskyldu og ætla að bjarga fleirum, í hrópandi andstöðu við dugleysi stjórnvalda og rasíska mannfyrirlitningu sem utanríkisráðherra getur ekki lengur leynt. Þessar konur eru allar mæður. Aðgerðir þeirra eru táknrænar, rétt eins og valdsvörn ráðherrans. En þær birta okkur von. Heimurinn lagast ekki fyrr en fleira hversdagsfólk fer að dæmi þeirra, breytir vanmætti í styrk samstöðunnar og hefst handa. Öll getum við lagt af mörkum til umbóta, stórt eða smátt, í samkennd með öllu fólki. Fyrsta skrefið gæti verið að styðja aðgerðir hetjanna með framlagi til þessarar söfnunar sem samtökin Solaris hafa efnt til: Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kennitala: 600217-0380 AUR: 1237919151 (Athugasemd: Palestína) Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það sem nú gengur yfir á Gaza er afhjúpandi. Það afhjúpar vald sem Vesturlönd hafa tekið sér, verja og halda í dauðahaldi. Bókstaflega dauðahaldi. Það hófst af alvöru fyrir 500 árum –samþætt valdi sem Evrópubúar tóku sér í sívaxandi mæli yfir náttúru og fólki í öðrum heimshlutum. Við súpum æ beiskara seyði af náttúrudrottnun sem ekki sér fyrir endann á og afleiðingar nýlendukúgunar tekur á sig hryllilegar myndir. Drottnun yfir fólki í öðrum heimshlutum er löng kúgunarsaga og óheyrilega ljót. Heilum þjóðflokkum frumbyggja var útrýmt, fólk var hneppt í grimmilegan þrældóm og flutt á milli heimsálfa. Nú er víða verið að draga fram afleiðingarnar og gera þær upp. Þær koma upp úr fjöldagröfum, heimildum og allskyns vitnisburðum og uppgjörið fer fram í menningu, stjórnmálum og aðgerðum um víða veröld. Ofbeldið gagnvart fólki og náttúru var í hagnaðarskyni. Arðrán og ofsagróði hafa yfirskyggt ýmsar góðar hugmyndir sem þróuðust á Vesturlöndum um lýðræði og mannúð. Um leið voru þær notaðar sem réttlæting ofbeldis. Afraksturinn er óheyrileg velmegun Vesturlanda og valdastétta annarra heimshluta og síðustu áratugi gengdarlaust neyslusukk óralangt umfram allar eðlilegar þarfir. Heilu heimshlutarnir eru úr lagi gengnir, eftir arðrán og yfirgang Vesturlanda sem hafa ráðskast með nýlendur og auðlindir að vild. Þar er rótin að blóðbaðinu í Palestínu sem er dapurleg táknmynd valdsins. Síonistar tóku að seilast eftir valdi í skjóli Breta fyrir meira en hundrað árum og eftir útrýmingu Gyðinga í Þýskalandi var Palestína notuð sem samviskuplástur Evrópu. Ísraelsríki var stofnað og þjóð hrakin á flótta. Palestína er kjarni og táknmynd af sér gengins nýlenduvalds, afmennskandi valds sem Vesturlönd hafa tekið sér. Það er útilokað að meta mannslíf misjafnlega eftir hörundslit eða öðrum uppruna. Það gera þó Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þau sem styðja þau til embætta og valda, með því að styðja beint eða óbeint morðæði Ísraelsstjórnar. Stofnun Ísraelsríkis var frá upphafi valdbeiting Vesturlanda. Bjarni Benediktsson ver gamalgróið vald. Vald og forréttindi auðstétta stórvelda gagnvart almúga heimsins. Sú vörn er gjörfirrt og sneydd hugsun og mannúð. Bjarni japlar á sömu rangfærslunum aftur út og suður, um þolmörk að bresta. Það er augljóst að lifandi manneskjur eru skiptimynt hans í pólitískri tækifærismennsku. Það er gamalkunn aðferð að endurtaka sömu lygina nógu oft en Bjarni er svo skyni skroppinn í einsýni sinni að hann áttar sig ekki á að æ fleiri eru hætt að trúa honum og hafa snúið við honum baki. Þó að Bjarni segi að það sé ljótt af Ísraelsstjórn að fara svona með fólk er það bara hálfkák. Hann kærir sig kollóttan um fórnarkostnaðinn, ófær um að horfast í augu við blóði drifinn og limlestan veruleikann, um 28 þúsund manns myrt, þar af vel á annan tug þúsunda barna og helmingi fleiri eru limlest og hungur og úrræðaleysi sverfa að. Meiri hörmungar en hægt er að afbera að horfa uppá. „Þetta eru ekki hvítir Vesturlandabúar“ er sjónarmið valdsins en æ fleiri segja hástöfum, „börnin á Gaza eru okkar börn.“ Það er augljóst að Bjarni Benediktsson hefur engan áhuga á að bjarga þeim hingað til lands sem rétt eiga á því, þótt þrautseigt Palestínufólk og vinir þeirra hafi tjaldað á Austurvelli og víða sé mótmælt hástöfum. Bjarni ver vald sitt og sinna nóta og VG ver Bjarna. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru í aumkunarverðri keppni í undanbrögðum og flæmingi. Annað þeirra í ósvífinni og skyni skroppinni valdsgæslu, ástæður hins skil ég ekki, þar er manneskja sem fólk leit til sem vænlegs leiðtoga til að leiða baráttu fyrir brýnum og óhjákvæmilegum samfélagsbreytingum, gegn því drottnunarvaldi sem níðist á fólki og umhverfi. Allar þær væntingar eru löngu brostnar. Ekki er fleiri orðum eyðandi á fyrirlitlegt úrræðaleysi. Nú hafa þrjár kvenhetjur tekið af skarið. Baráttukonan María Lilja Þrastardóttir og frábæru rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir. Þær eiga vini meðal Palestínufólks og gátu ekki afborið ástandið lengur heldur tóku til sinna ráða. Þær hafa bjargað einni fjölskyldu og ætla að bjarga fleirum, í hrópandi andstöðu við dugleysi stjórnvalda og rasíska mannfyrirlitningu sem utanríkisráðherra getur ekki lengur leynt. Þessar konur eru allar mæður. Aðgerðir þeirra eru táknrænar, rétt eins og valdsvörn ráðherrans. En þær birta okkur von. Heimurinn lagast ekki fyrr en fleira hversdagsfólk fer að dæmi þeirra, breytir vanmætti í styrk samstöðunnar og hefst handa. Öll getum við lagt af mörkum til umbóta, stórt eða smátt, í samkennd með öllu fólki. Fyrsta skrefið gæti verið að styðja aðgerðir hetjanna með framlagi til þessarar söfnunar sem samtökin Solaris hafa efnt til: Reikningsnúmer: 0515-14-007470 Kennitala: 600217-0380 AUR: 1237919151 (Athugasemd: Palestína) Höfundur er bókmenntafræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun