Totten­ham í fjórða sætið eftir dramatík

Smári Jökull Jónsson skrifar
Cristian Romero var eitthvað pirraður í leiknum í dag og lét það bitna á markstönginni.
Cristian Romero var eitthvað pirraður í leiknum í dag og lét það bitna á markstönginni. Vísir/Getty

Tottenham vann dramatískan sigur á Brighton þegar liðin mættust í London í dag. Þá vann Sheffield United lífsnauðsynlegan sigur í botnbaráttunni.

Heung-Min Son var kominn aftur í leikmannahóp Tottenham í dag eftir að hafa verið fjarverandi vegna keppni á Asíumótinu að undanförnu. Hann byrjaði á bekknum í dag og horfði þaðan upp á Pascal Gross koma Brighton í 1-0 á 17. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Heung Min Son sneri aftur í lið Tottenham í dag.Vísir/Getty

Staðan í hálfleik var 1-0 en á 61. mínútu tókst Pape Sarr að jafna metin fyrir heimamenn. Þegar allt stefndi í jafntefli voru það tveir varamenn sem tryggðu Tottenham stigin þrjú. Son átti þá eitraða fyrirgjöf á Brennan Johnson sem var mættur á fjærstöngina og skoraði af öryggi. Þrjú stig í höfn hjá Spurs sem þar með fara upp fyrir Aston Villa og í 4. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira