Umfjöllun: Grindavík - Haukar 83-79 | Vantaði herslumuninn hjá Hafnfirðingum Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. febrúar 2024 22:00 vísir/vilhelm Grindavík tók á móti Haukum í Smáranum í annarri umferð efri hluta Subway deildar kvenna. Haukarnir stóðu í heimakonum allan leikinn en vantaði herslumuninn þegar á reyndi. Lokatölur 83-79 Grindavíkursigur. Eftir úrslit kvöldsins er Grindavík í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, Haukar eru í fjórða sæti með 18 stig. Bæði lið eiga sex leiki eftir á tímabilinu og eiga eftir að mætast innbyrðis einu sinni enn. Haukarnir komu sjóðheitir inn í Smárann í kvöld, þrír deildarsigrar í röð og stórsigur gegn Stjörnunni fyrr í vikunni. Þeim hefur þó gengið illa gegn Suðurnesjaliðunum á þessu tímabili og ekki tekist að sækja sigur gegn Grindavík í fyrri viðureignunum tveimur. Engin breyting varð á því kvöld. Grindavík fór vel af stað, Eve Braslis kom skoti niður strax í fyrstu sókn, Haukarnir svöruðu því vel og liðin skiptust á forystum í fyrsta leikhluta. Haukar komu svo af krafti inn í annan leikhlutann og leiddu skyndilega leikinn með fimm stigum. Þá kallaði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, til leikhlés og liðið tók sig saman í kjölfarið. Skoruðu sjö stig í röð og endurheimtu forystuna. Haukar áttu erfitt með að verjast árásum þeirra, brutu af sér og gáfu boltann frá sér klaufalega í nokkur skipti. Grindavík nýtti mistök andstæðing sinna vel og leiddi leikinn 43-35 þegar flautað var til hálfleiks. Haukar hófu seinni hálfleikinn mjög vel og spiluðu mun betur á báðum endum en Grindvíkingar gáfu ekkert eftir og tókst lengi vel að halda þeim frá sér. Það var ekki fyrr en undir lokin að Haukum tókst loks að jafna leikinn eftir að hafa nartað í hælana á Grindvíkingum ótal oft. 75-75 með rúmar þrjár mínútur eftir en þá gerðust Haukar margsinnis sekar um klaufaleg mistök, gáfu boltann frá sér og hleyptu Grindavík aftur fimm stigum yfir. Haukar börðust fram í rauðan dauðann og gáfust ekki upp. Þær brutu af sér og sendu Alexöndru Sverrisdóttur á línuna þegar sjö sekúndur voru eftir. Hún klikkaði á fyrra skotinu en setti það seinna. Sjö sekúndur eftir, Haukar tóku leikhlé og teiknuðu upp sókn. Nægur tími og þriggja stiga skot hefði tryggt sigurinn. Það heppnaðist miður vel, sendingin barst til Keiru Robinson en hún var of föst, Keira missti boltann frá sér og sigurvonir Hauka fuðruðu upp. „Það er svo ótrúlega margt sem við þurfum að slípa“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm „Vorum betra liðið í kvöld en ekki alveg nógu sterkar á svellinu í restina að klára þetta bara nógu vel, ekki nógu einbeittar sóknarlega. Mér fannst við hafa átt að vinna þetta auðveldara, Haukar eru með hörkulið og héldu áfram, varnarlega vorum við ekki nógu góðar í seinni hálfleik. Þannig að þetta var karaktersigur, enn og aftur, en ég hefði viljað sjá okkur klára þetta og hafa þetta auðveldara“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ekki alsáttur sem frammistöðu sinna kvenna í kvöld þrátt fyrir sigurinn. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar þegar sex leikir eru eftir. Þorleifur sagði liðið þurfa að bæta margt áður en venjulegu tímabili lýkur og úrslitakeppnin hefst. Nú tekur við tíu daga frí sem liðið mun nýta vel til æfinga. Það má svo reikna með því að nýr leikmaður þeirra, Kierra Anthony, verði til taks í næsta leik gegn Keflavík. „Það er svo ótrúlega margt sem við þurfum að slípa. Þetta er sterk deild, Haukar eru orðnar miklu betri og eiga bara eftir að bæta sig, verða orðnar miklu betri fyrir úrslitakeppni. Við aftur á móti þurfum bara að slípa okkur betur saman, varnarlega og sóknarlega. Verðum að vita hvað við þurfum að gera þegar lið eru að henda einhverju nýju á okkur. Það er rosalega mikið sem þarf að bæta ef við ætlum að vera hluti af þessari titilbaráttu. Við sitjum hjá í næstu umferð, tíu daga frí og við munum nýta næstu daga í að slípa okkur saman og verða betri“ sagði Þorleifur að lokum, staðráðinn í að skáka nágrannaliðunum Keflavík og Njarðvík sem sitja fyrir ofan Grindavík í deildinni. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Tengdar fréttir Grindvíkingar sækja liðsstyrk til Lúxemborgar Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hina bandarísku Kierra Anthony um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. 2. febrúar 2024 22:30
Grindavík tók á móti Haukum í Smáranum í annarri umferð efri hluta Subway deildar kvenna. Haukarnir stóðu í heimakonum allan leikinn en vantaði herslumuninn þegar á reyndi. Lokatölur 83-79 Grindavíkursigur. Eftir úrslit kvöldsins er Grindavík í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, Haukar eru í fjórða sæti með 18 stig. Bæði lið eiga sex leiki eftir á tímabilinu og eiga eftir að mætast innbyrðis einu sinni enn. Haukarnir komu sjóðheitir inn í Smárann í kvöld, þrír deildarsigrar í röð og stórsigur gegn Stjörnunni fyrr í vikunni. Þeim hefur þó gengið illa gegn Suðurnesjaliðunum á þessu tímabili og ekki tekist að sækja sigur gegn Grindavík í fyrri viðureignunum tveimur. Engin breyting varð á því kvöld. Grindavík fór vel af stað, Eve Braslis kom skoti niður strax í fyrstu sókn, Haukarnir svöruðu því vel og liðin skiptust á forystum í fyrsta leikhluta. Haukar komu svo af krafti inn í annan leikhlutann og leiddu skyndilega leikinn með fimm stigum. Þá kallaði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, til leikhlés og liðið tók sig saman í kjölfarið. Skoruðu sjö stig í röð og endurheimtu forystuna. Haukar áttu erfitt með að verjast árásum þeirra, brutu af sér og gáfu boltann frá sér klaufalega í nokkur skipti. Grindavík nýtti mistök andstæðing sinna vel og leiddi leikinn 43-35 þegar flautað var til hálfleiks. Haukar hófu seinni hálfleikinn mjög vel og spiluðu mun betur á báðum endum en Grindvíkingar gáfu ekkert eftir og tókst lengi vel að halda þeim frá sér. Það var ekki fyrr en undir lokin að Haukum tókst loks að jafna leikinn eftir að hafa nartað í hælana á Grindvíkingum ótal oft. 75-75 með rúmar þrjár mínútur eftir en þá gerðust Haukar margsinnis sekar um klaufaleg mistök, gáfu boltann frá sér og hleyptu Grindavík aftur fimm stigum yfir. Haukar börðust fram í rauðan dauðann og gáfust ekki upp. Þær brutu af sér og sendu Alexöndru Sverrisdóttur á línuna þegar sjö sekúndur voru eftir. Hún klikkaði á fyrra skotinu en setti það seinna. Sjö sekúndur eftir, Haukar tóku leikhlé og teiknuðu upp sókn. Nægur tími og þriggja stiga skot hefði tryggt sigurinn. Það heppnaðist miður vel, sendingin barst til Keiru Robinson en hún var of föst, Keira missti boltann frá sér og sigurvonir Hauka fuðruðu upp. „Það er svo ótrúlega margt sem við þurfum að slípa“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm „Vorum betra liðið í kvöld en ekki alveg nógu sterkar á svellinu í restina að klára þetta bara nógu vel, ekki nógu einbeittar sóknarlega. Mér fannst við hafa átt að vinna þetta auðveldara, Haukar eru með hörkulið og héldu áfram, varnarlega vorum við ekki nógu góðar í seinni hálfleik. Þannig að þetta var karaktersigur, enn og aftur, en ég hefði viljað sjá okkur klára þetta og hafa þetta auðveldara“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ekki alsáttur sem frammistöðu sinna kvenna í kvöld þrátt fyrir sigurinn. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar þegar sex leikir eru eftir. Þorleifur sagði liðið þurfa að bæta margt áður en venjulegu tímabili lýkur og úrslitakeppnin hefst. Nú tekur við tíu daga frí sem liðið mun nýta vel til æfinga. Það má svo reikna með því að nýr leikmaður þeirra, Kierra Anthony, verði til taks í næsta leik gegn Keflavík. „Það er svo ótrúlega margt sem við þurfum að slípa. Þetta er sterk deild, Haukar eru orðnar miklu betri og eiga bara eftir að bæta sig, verða orðnar miklu betri fyrir úrslitakeppni. Við aftur á móti þurfum bara að slípa okkur betur saman, varnarlega og sóknarlega. Verðum að vita hvað við þurfum að gera þegar lið eru að henda einhverju nýju á okkur. Það er rosalega mikið sem þarf að bæta ef við ætlum að vera hluti af þessari titilbaráttu. Við sitjum hjá í næstu umferð, tíu daga frí og við munum nýta næstu daga í að slípa okkur saman og verða betri“ sagði Þorleifur að lokum, staðráðinn í að skáka nágrannaliðunum Keflavík og Njarðvík sem sitja fyrir ofan Grindavík í deildinni.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Tengdar fréttir Grindvíkingar sækja liðsstyrk til Lúxemborgar Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hina bandarísku Kierra Anthony um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. 2. febrúar 2024 22:30
Grindvíkingar sækja liðsstyrk til Lúxemborgar Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hina bandarísku Kierra Anthony um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild kvenna í körfubolta. 2. febrúar 2024 22:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum