Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 17:26 Huginn Þór fær ekki krónu frá Maríu Lilju. Vísir Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo. Um var að ræða hóp feðra sem töldu sig órétti beittan af barnsmæðrum sínum. Nafn hópsins vísar til feðra og einnig metoo-hreyfingarinnar. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018: „Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hér að halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í apríl 2022 að sú tjáning sem um var deilt rúmaðist innan tjáningarfrelsis Maríu Lilju samkvæmt tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hennar með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist þannig ekki uppfylla skilyrðið um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Huginn var ósáttur við niðurstöðuna og áfrýjað til Landsréttar. Fyrri áfrýjun hans var vísað frá réttinum en Huginn flutti mál sitt sjálfur. Greinargerð hans fyrir Landsrétti taldi 49 blaðsíður sem var bæði mun lengri en stefnan í málinu og dómur héraðsdóms. Þannig væri hún í engu samræmi við umfang málsins og fjallaði um hluti sem kæmu málinu ekki við. Huginn leitaði þá til Hæstaréttar sem felldi frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. Fór málið því aftur til Landsréttar sem tók málið fyrir. Með ofbeldisdóm á bakinu Leit Landsréttur til þess við ákvörðun sína að ummælin hefðu verið sett fram í tilefni af gagnrýni Maríu Lilju á viðtal við forsvarsmenn Daddytoo, þeirra á meðal Huginn. Í frétt DV um hópinn hefði komið fram að markmið hópsins værir einkum að berjast fyrir rétti feðra til umgengni við börn sín og tálmunum mæðra. Þegar ummælin hefðu verið viðhöfð hefði barnsmóðir Hugins þegar komið fram í viðtali og lýst ofbeldi af hans hálfu. Hann hefði sjálfur tjáð sig ítarlega um mál sitt og barnsmóðurinnar. Þá hefði legið fyrir að einn fjórmenninganna hefði verið dæmdur fyrir ofbeldi. Einnig hefði nafngreind kona komið fram í viðtali og lýst heimilisofbeldi enn ein þeirra sem voru í viðtalinu. María Lilja hefði verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvægt samfélagslegt málefni sem ætti erindi við almenning. Því nyti hún rúms tjáningarfrelsis. Leit Landsréttur svo á að María Lilja hefði verið í góðri trú um að nægjanleg tilefni væri fyrir ummælum sínum. Upptekin í Palestínu María Lilja hefur verið að reyna að hjálpa 128 Palestínumönnum, aðallega börnum, frá Gasa og til Íslands. Fólkið hefur dvalarleyfi hér á landi vegna fjölskyldutengsla. María Lilja er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Nánar um það í fréttinni að neðan. Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Landsréttur mátti ekki vísa meiðyrðamáli Hugins frá Hæstiréttur hefur fellt frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. 22. desember 2023 11:23 Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22. nóvember 2023 06:48 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo. Um var að ræða hóp feðra sem töldu sig órétti beittan af barnsmæðrum sínum. Nafn hópsins vísar til feðra og einnig metoo-hreyfingarinnar. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018: „Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hér að halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í apríl 2022 að sú tjáning sem um var deilt rúmaðist innan tjáningarfrelsis Maríu Lilju samkvæmt tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hennar með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist þannig ekki uppfylla skilyrðið um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Huginn var ósáttur við niðurstöðuna og áfrýjað til Landsréttar. Fyrri áfrýjun hans var vísað frá réttinum en Huginn flutti mál sitt sjálfur. Greinargerð hans fyrir Landsrétti taldi 49 blaðsíður sem var bæði mun lengri en stefnan í málinu og dómur héraðsdóms. Þannig væri hún í engu samræmi við umfang málsins og fjallaði um hluti sem kæmu málinu ekki við. Huginn leitaði þá til Hæstaréttar sem felldi frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. Fór málið því aftur til Landsréttar sem tók málið fyrir. Með ofbeldisdóm á bakinu Leit Landsréttur til þess við ákvörðun sína að ummælin hefðu verið sett fram í tilefni af gagnrýni Maríu Lilju á viðtal við forsvarsmenn Daddytoo, þeirra á meðal Huginn. Í frétt DV um hópinn hefði komið fram að markmið hópsins værir einkum að berjast fyrir rétti feðra til umgengni við börn sín og tálmunum mæðra. Þegar ummælin hefðu verið viðhöfð hefði barnsmóðir Hugins þegar komið fram í viðtali og lýst ofbeldi af hans hálfu. Hann hefði sjálfur tjáð sig ítarlega um mál sitt og barnsmóðurinnar. Þá hefði legið fyrir að einn fjórmenninganna hefði verið dæmdur fyrir ofbeldi. Einnig hefði nafngreind kona komið fram í viðtali og lýst heimilisofbeldi enn ein þeirra sem voru í viðtalinu. María Lilja hefði verið þátttakandi í almennri umræðu um mikilvægt samfélagslegt málefni sem ætti erindi við almenning. Því nyti hún rúms tjáningarfrelsis. Leit Landsréttur svo á að María Lilja hefði verið í góðri trú um að nægjanleg tilefni væri fyrir ummælum sínum. Upptekin í Palestínu María Lilja hefur verið að reyna að hjálpa 128 Palestínumönnum, aðallega börnum, frá Gasa og til Íslands. Fólkið hefur dvalarleyfi hér á landi vegna fjölskyldutengsla. María Lilja er nú ein eftir úr íslendingahópnum í Kaíró eftir að Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir héldu af stað til Íslands til að fylgja palestínskri móður og þremur börnum hennar heim. Þær hafa síðustu daga verið í sjálfboðaliðastarfi við að aðstoða fólk sem er með dvalarleyfi á Íslandi að komast út úr Gasa og yfir landamæri Rafah. Tvær íslenskar konur eru síðan á leiðinni út til Kaíró til að veita Maríu Lilju liðsinni, það eru þær Sema Erla Serdar og Sigrún Johnson. Þær lenda í Kaíró í kvöld. Í morgun hitti María Lilja aðra unga palestínska móður með þrjú börn sem komst á dögunum yfir landamæri Rafah en María ætlar að hjálpa fjölskyldunni að komast alla leið til Íslands með aðstoð alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Nánar um það í fréttinni að neðan.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Landsréttur mátti ekki vísa meiðyrðamáli Hugins frá Hæstiréttur hefur fellt frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. 22. desember 2023 11:23 Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22. nóvember 2023 06:48 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Landsréttur mátti ekki vísa meiðyrðamáli Hugins frá Hæstiréttur hefur fellt frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. 22. desember 2023 11:23
Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22. nóvember 2023 06:48