Víðir kominn í veikindaleyfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 19:58 Víðir Reynisson hefur svo sannarlega verið áberandi vegna starfa sinna undanfarin ár. Vísir/Steingrímur Dúi Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna er kominn í veikindaleyfi. Þar til hann kemur aftur mun restin af Almannavarnateyminu skipta verkefnum hans á milli sín. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá Almannavörnum staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ekki um neitt alvarlegt að ræða. Ekki sé vitað hversu lengi leyfið varir en eins og gengur og gerist sé mikið álag á starfsmönnum Almannavarna. Þá hafi langvarandi afleiðingar Covid-19 veirunnar sett strik í reikninginn. „Þannig að það var tekin ákvörðun um að hann færi í hvíld,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hjördís segir mikið hafa gengið á hjá Almannavörnum undanfarin ár og stuttur tími til að hvíla sig inn á milli atburða. Því ættu fréttirnar ekki að koma á óvart. „Hann mun koma ferskur til baka,“ segir hún. Aðspurð hver taki við störfum Víðis segir Hjördís Almannavarnateymið munu skipta verkefnum hans bróðurlega á milli sín þar til hann mætir aftur til leiks. „Við munum gera allt til að gera hann ekki ómissandi.“ Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá Almannavörnum staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ekki um neitt alvarlegt að ræða. Ekki sé vitað hversu lengi leyfið varir en eins og gengur og gerist sé mikið álag á starfsmönnum Almannavarna. Þá hafi langvarandi afleiðingar Covid-19 veirunnar sett strik í reikninginn. „Þannig að það var tekin ákvörðun um að hann færi í hvíld,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hjördís segir mikið hafa gengið á hjá Almannavörnum undanfarin ár og stuttur tími til að hvíla sig inn á milli atburða. Því ættu fréttirnar ekki að koma á óvart. „Hann mun koma ferskur til baka,“ segir hún. Aðspurð hver taki við störfum Víðis segir Hjördís Almannavarnateymið munu skipta verkefnum hans bróðurlega á milli sín þar til hann mætir aftur til leiks. „Við munum gera allt til að gera hann ekki ómissandi.“
Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira