Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 13:20 Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin. Vísir/Einar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. Breiðfylkingin sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudaginn vegna þess að ekki náðist samkomulag um forsenduákvæðin. Í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu Eflingar í dag og ber titilinn Þetta felst í forsenduákvæðum Breiðfylkingarinnar kemur fram að þær forsendur sem breiðfylkingin hafi sett fram séu að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. Tilboð breiðfylkingarinnar Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu breiðfylkingarinnar fól upphaflegt tilboð þeirra í sér að laun myndu hækka strax ef verðbólga yrði meiri en fjögur prósent þann fyrsta febrúar 2025 og að kjarasamningur yrði laus ef annars vegar meginvextir verði hærri en 6,75 prósent og ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin fyrirheit um sína aðkomu. Breiðfylkingin hafi lagt fram drög að breyttum forsenduákvæðum að nýju 6. febrúar síðastliðinn, til að koma til móts við SA. Þar var lagt til að samningsaðilar settu sér sameiginleg markmið um verðbólgu og vexti. Forsendur myndu virkjast ef þau markmið næðust ekki. Þær forsendur væru stighækkandi krónutöluhækkanir launa og að samningur verði laus ef komið væri langt út fyrir markmið og verðbólga yrði sjö prósent eða meiri. Einnig að heimilt yrði að segja upp samningnum ef stýrivextir hefðu ekki lækkað um 2,5 prósentustig í lok maí 2025. Breiðfylkingin hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins og slakað á upphaflegum tillögum sínum um stýrivexti með því að tímaramminn yrði fjórum mánuðum lengri en upphaflega var gert ráð því. „Þessu svöruðu SA með því að leggja fram eigin drög að forsenduákvæðum tveimur dögum síðar, 8. febrúar. Í þeim var voru engin tölusett markmið og að það átti að setja í nefnd að leggja mat á hvort forsendur samningsins hefðu haldið. Þá vildu SA að báðir samningsaðilar þyrftu að samþykkja uppsögn kjarasamningsins.“ Forsenduákvæðin verði að vera sterk Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin eins og þau voru í tillögum þeirra og að réttast sé að líta á þau sem tryggingu. Breiðfylkingin segir að til að hægt sé að binda launafólk við mjög hóflegar launahækkanir til fjögurra ára verði slík forsenduákvæði að vera sterk. Ekki sé hægt að binda launafólk í slíkum samningum ef verðbólgu- og vaxtamarkmið ganga ekki upp. „Fallist SA á einföld og skýr forsenduákvæði á borð við þau sem Breiðfylkingin hefur lagt til ætti ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera kjarasamninga sem muni stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta, öllum til heilla.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01 Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Breiðfylkingin sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á föstudaginn vegna þess að ekki náðist samkomulag um forsenduákvæðin. Í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu Eflingar í dag og ber titilinn Þetta felst í forsenduákvæðum Breiðfylkingarinnar kemur fram að þær forsendur sem breiðfylkingin hafi sett fram séu að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. Tilboð breiðfylkingarinnar Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu breiðfylkingarinnar fól upphaflegt tilboð þeirra í sér að laun myndu hækka strax ef verðbólga yrði meiri en fjögur prósent þann fyrsta febrúar 2025 og að kjarasamningur yrði laus ef annars vegar meginvextir verði hærri en 6,75 prósent og ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin fyrirheit um sína aðkomu. Breiðfylkingin hafi lagt fram drög að breyttum forsenduákvæðum að nýju 6. febrúar síðastliðinn, til að koma til móts við SA. Þar var lagt til að samningsaðilar settu sér sameiginleg markmið um verðbólgu og vexti. Forsendur myndu virkjast ef þau markmið næðust ekki. Þær forsendur væru stighækkandi krónutöluhækkanir launa og að samningur verði laus ef komið væri langt út fyrir markmið og verðbólga yrði sjö prósent eða meiri. Einnig að heimilt yrði að segja upp samningnum ef stýrivextir hefðu ekki lækkað um 2,5 prósentustig í lok maí 2025. Breiðfylkingin hafi komið til móts við Samtök atvinnulífsins og slakað á upphaflegum tillögum sínum um stýrivexti með því að tímaramminn yrði fjórum mánuðum lengri en upphaflega var gert ráð því. „Þessu svöruðu SA með því að leggja fram eigin drög að forsenduákvæðum tveimur dögum síðar, 8. febrúar. Í þeim var voru engin tölusett markmið og að það átti að setja í nefnd að leggja mat á hvort forsendur samningsins hefðu haldið. Þá vildu SA að báðir samningsaðilar þyrftu að samþykkja uppsögn kjarasamningsins.“ Forsenduákvæðin verði að vera sterk Í yfirlýsingunni kemur fram að breiðfylkingin telji að mjög ólíklegt sé að reyna muni á forsenduákvæðin eins og þau voru í tillögum þeirra og að réttast sé að líta á þau sem tryggingu. Breiðfylkingin segir að til að hægt sé að binda launafólk við mjög hóflegar launahækkanir til fjögurra ára verði slík forsenduákvæði að vera sterk. Ekki sé hægt að binda launafólk í slíkum samningum ef verðbólgu- og vaxtamarkmið ganga ekki upp. „Fallist SA á einföld og skýr forsenduákvæði á borð við þau sem Breiðfylkingin hefur lagt til ætti ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gera kjarasamninga sem muni stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta, öllum til heilla.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01 Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47
Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30
Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. 10. febrúar 2024 13:01
Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12