Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um heitavatnsleysið á Suðurnesjum en viðgerð á lögninni er sögð hafa gengið vonum framar í nótt. 

Vatn er nú farið að streyma í tankana á Fitjum og búist við að hiti komist á húsin á Suðurnesjum á næstu klukkustundunum. Við heyrum meðal annars í Páli Erland forstjóra HS Veitna og í íbúum á svæðinu. 

Einnig verður rætt við formann VR en breiðfylkingin svokallaða mun hittast í dag til að ræða næstu skref eftir að slitnaði upp úr kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara á föstudaginn. 

Einnig heyrum við í Semu Erlu Serdar sem stödd er í Kaíró ásamt fjórum öðrum sjálfboðaliðum sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi út af Gasa svæðinu. 

Að síðustu tökum við snúning á bolludeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag. 

Og í íþróttapakka dagsins er Ofurskálin svokallaða í fyrirrúmi en úrslitaleikur NFL deildarinnar fór fram í Las Vegas í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×