Alonso tjáði sig um Mercedes orðróma: „Staða mín er góð“ Aron Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2024 15:00 Gæti Fernando Alonso fært sig yfir til Mercedes eftir komandi tímabil í Formúlu 1? Ayman Yaqoob/Getty Images Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og núverandi ökumaður Aston Martin, segist ekki hafa átt samtöl við forráðamenn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tímabili afloknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari. Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fréttirnar af skiptum sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton yfir til Ferrari á næsta ári voru risastórar og þjófstörtuðu að einhverju leiti ökumannsmarkaðnum fyrir tímabilið 2025. Alonso, reynslubolti í mótaröðinni er einn þeirra sem hefur verið orðaður við ökumannssæti hjá Mercedes og yrðu þau skipti einhvers konar draumaskipti í augum áhugafólks um Formúlu 1. Aston Martin, frumsýndi fyrr í dag bíl sinn fyrir komandi tímabil og gafst fjölmiðlum um leið tækifæri til þess að ræða við Alonso þar sem hann að sjálfsögðu fékk spurningar um Mercedes, Hamilton og sína framtíð. „Það eru aðeins þrír heimsmeistarar á rásröðinni, hraðir heimsmeistarar, og ég er líklegast sá eini sem er á lausu fyrir tímabilið 2025. Staða mín er góð,“ svaraði Alonso sem verður einn af fjórtán núverandi ökumönnum í Formúlu 1 sem renna út á samningi eftir komandi tímabil. Alonso er klárlega einn af þeim ökumönnum sem forráðamenn Mercedes munu horfa til þegar ákveða á hvaða ökumaður taki sæti sjöfalda heimsmeistarans Lewis Hamilton hjá liðinu. Efnilegir ökumenn eru að koma upp úr akademíu þýska risans en ætla má að það verði of snemmt fyrir einhvern af þeim að taka stóra stökkið yfir í Formúlu 1 á næsta ári. Hins vegar gæti það reynst ansi farsæl lausn að fá inn þá hinn 43 ára gamla Alonso til þess að brúa bilið þarna á milli. Alonso sýndi það á síðasta tímabili, í bíl Aston Martin, að hann hefur engu gleymt. Takist honum að sýna slíkt hið sama á komandi tímabili, yrði það ansi erfitt fyrir forráðamenn Mercedes að horfa fram hjá honum. Sjálfur segist Alonso ekki hafa átt í samskiptum við forráðamenn Mercedes eftir að greint var frá verðandi skiptum Hamilton til Ferrari. „Á sama tíma, þegar að ég tek ákvörðun um framtíð mína í Formúlu 1, mun fyrsta samtal mitt alltaf vera við Aston Martin,“ segir Alonso sem hafði þó einnig orð á því að frammistaða hans á síðasta tímabili geri hann að öllum líkindum eftirsóttan fyrir önnur lið.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira