Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2024 21:40 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal FH Powerade-bikarinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
„Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal
FH Powerade-bikarinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira