Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Einar Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira