Trump vill frest fram yfir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2024 15:42 Donald Trump hefur lagt mikið púður í það að reyna að fresta réttarhöldum gegn sér þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem rekur tvö af fjórum málunum þar sem Trump hefur verið ákærður, leitaði í lok síðasta árs til Hæstaréttar Bandaríkjanna og bað dómara um að taka fljótt til skoðunar hvort Trump nyti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Þeirri beiðni var hafnað og hefur málið því þurft að fara hið hefðbundna áfrýjunarferli. Dómarar í áfrýjunardómstól í Washington DC komust svo að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Trump nyti ekki friðhelgi. Sjá einnig: Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Trump og lögmenn hans hafa gert allt sem þeir geta til að reyna að tefja málaferli þar til eftir kosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Málaferlin sem um ræðir hér snúa að árásinni á þinghúsið og tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Réttarhöld áttu að hefjast í mars en var frestað vegna umræddra spurninga um mögulega friðhelgi Trumps. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Krafan um frestun úrskurðar var lögð fram í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Sama dag var Trump í dómsal í Flórída, vegna opinberu og leynilegu skjalanna sem hann tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Lögmenn Trump segja að öll þessi málaferli komi niður á getu hans til að eiga í kosningabaráttu og um sé að ræða brot á stjórnarskrárbundnum rétti bandarískra kjósenda. Líklegt að dómarar vilji taka málið fyrir Búist er við því að John G. Roberts, forseti hæstaréttar, muni biðja saksóknara um svara kröfu lögmanna Trumps eins fljótt og þeir hafa tök á, áður en málið verður tekið fyrir. Sex dómarar af níu í hæstarétti voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump sjálfum. Demókratar hafa krafist þess að Clarance Thomas komi ekki að því að úrskurða um friðhelgi Trumps sökum þess að eiginkona dómarans tók virkan þátt í tilraunum hans til að snúa kosningunum. Sjá einnig: Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sérfræðingar sem blaðamann WP ræddu við segja líklegt að hæstaréttardómararnir vilji taka málið fyrir. Trump sé fyrsti forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður og að þeir vilji segja til um hvort hann njóti friðhelgi eða ekki. Fjóra dómarar geta krafist þess að mál verði tekið fyrir af Hæstarétti en dómurinn mun ljúka störfum í lok júní eða í byrjun júlí, fyrir sumarfrí. Dómararnir gætu einnig neitað kröfu Trumps og leyft úrskurði áfrýjunardómstólsins að gilda. Þannig gætu réttarhöldin hafist strax. Annar möguleiki er að málið verði tekið fyrir en meðferð þess verði ekki flýtt. Það væri Trump líklega í hag, miðað við hve mikla áherslu hann hefur lagt á að fresta réttarhöldum gegn sér. Hæstiréttur hefur einnig til meðferðar mál sem snýr að því hvort ráðamenn í ríkjum eins og Colorado og Maine sé leyfilegt að meina Trump að vera á kjörseðlum þar. Það hefur verið gert á grundvelli ákvæðis sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið. Því var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Málflutningur fór fram í síðustu viku og þykir líklegt að dómarar hæstaréttar séu þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að banna Trump á kjörseðlum á grunni ákvæðisins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump harðlega gagnrýndur fyrir boð til Rússa um að ráðast gegn Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið reiðubúið og viljugt til að vernda alla bandamenn sína, eftir að greint var frá því að Donald Trump hefði eggjað Rússa til að ráðast á þau ríki sem ekki legðu nægt fjármagn til varnarmála. 12. febrúar 2024 07:24 Biden brást reiður við skýrslu um leyniskjöl Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem rannsakað hefur opinber og leynileg skjöl sem fundust í vörslu Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, frá þeim tíma er hann var óbreyttur borgari, birti í gær skýrslu um rannsókn sína. Þar sagði hann ekki tilefni til að ákæra Biden en sagði hann hafa vísvitandi haldið eftir leynilegum gögnum og jafnvel sýnt öðrum þau. 9. febrúar 2024 13:45 Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. 7. febrúar 2024 07:23 Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. 26. janúar 2024 22:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem rekur tvö af fjórum málunum þar sem Trump hefur verið ákærður, leitaði í lok síðasta árs til Hæstaréttar Bandaríkjanna og bað dómara um að taka fljótt til skoðunar hvort Trump nyti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Þeirri beiðni var hafnað og hefur málið því þurft að fara hið hefðbundna áfrýjunarferli. Dómarar í áfrýjunardómstól í Washington DC komust svo að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Trump nyti ekki friðhelgi. Sjá einnig: Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Trump og lögmenn hans hafa gert allt sem þeir geta til að reyna að tefja málaferli þar til eftir kosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Málaferlin sem um ræðir hér snúa að árásinni á þinghúsið og tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Réttarhöld áttu að hefjast í mars en var frestað vegna umræddra spurninga um mögulega friðhelgi Trumps. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Krafan um frestun úrskurðar var lögð fram í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Sama dag var Trump í dómsal í Flórída, vegna opinberu og leynilegu skjalanna sem hann tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Lögmenn Trump segja að öll þessi málaferli komi niður á getu hans til að eiga í kosningabaráttu og um sé að ræða brot á stjórnarskrárbundnum rétti bandarískra kjósenda. Líklegt að dómarar vilji taka málið fyrir Búist er við því að John G. Roberts, forseti hæstaréttar, muni biðja saksóknara um svara kröfu lögmanna Trumps eins fljótt og þeir hafa tök á, áður en málið verður tekið fyrir. Sex dómarar af níu í hæstarétti voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump sjálfum. Demókratar hafa krafist þess að Clarance Thomas komi ekki að því að úrskurða um friðhelgi Trumps sökum þess að eiginkona dómarans tók virkan þátt í tilraunum hans til að snúa kosningunum. Sjá einnig: Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sérfræðingar sem blaðamann WP ræddu við segja líklegt að hæstaréttardómararnir vilji taka málið fyrir. Trump sé fyrsti forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður og að þeir vilji segja til um hvort hann njóti friðhelgi eða ekki. Fjóra dómarar geta krafist þess að mál verði tekið fyrir af Hæstarétti en dómurinn mun ljúka störfum í lok júní eða í byrjun júlí, fyrir sumarfrí. Dómararnir gætu einnig neitað kröfu Trumps og leyft úrskurði áfrýjunardómstólsins að gilda. Þannig gætu réttarhöldin hafist strax. Annar möguleiki er að málið verði tekið fyrir en meðferð þess verði ekki flýtt. Það væri Trump líklega í hag, miðað við hve mikla áherslu hann hefur lagt á að fresta réttarhöldum gegn sér. Hæstiréttur hefur einnig til meðferðar mál sem snýr að því hvort ráðamenn í ríkjum eins og Colorado og Maine sé leyfilegt að meina Trump að vera á kjörseðlum þar. Það hefur verið gert á grundvelli ákvæðis sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið. Því var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Málflutningur fór fram í síðustu viku og þykir líklegt að dómarar hæstaréttar séu þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að banna Trump á kjörseðlum á grunni ákvæðisins.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump harðlega gagnrýndur fyrir boð til Rússa um að ráðast gegn Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið reiðubúið og viljugt til að vernda alla bandamenn sína, eftir að greint var frá því að Donald Trump hefði eggjað Rússa til að ráðast á þau ríki sem ekki legðu nægt fjármagn til varnarmála. 12. febrúar 2024 07:24 Biden brást reiður við skýrslu um leyniskjöl Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem rannsakað hefur opinber og leynileg skjöl sem fundust í vörslu Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, frá þeim tíma er hann var óbreyttur borgari, birti í gær skýrslu um rannsókn sína. Þar sagði hann ekki tilefni til að ákæra Biden en sagði hann hafa vísvitandi haldið eftir leynilegum gögnum og jafnvel sýnt öðrum þau. 9. febrúar 2024 13:45 Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. 7. febrúar 2024 07:23 Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. 26. janúar 2024 22:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump harðlega gagnrýndur fyrir boð til Rússa um að ráðast gegn Nató Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið reiðubúið og viljugt til að vernda alla bandamenn sína, eftir að greint var frá því að Donald Trump hefði eggjað Rússa til að ráðast á þau ríki sem ekki legðu nægt fjármagn til varnarmála. 12. febrúar 2024 07:24
Biden brást reiður við skýrslu um leyniskjöl Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem rannsakað hefur opinber og leynileg skjöl sem fundust í vörslu Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, frá þeim tíma er hann var óbreyttur borgari, birti í gær skýrslu um rannsókn sína. Þar sagði hann ekki tilefni til að ákæra Biden en sagði hann hafa vísvitandi haldið eftir leynilegum gögnum og jafnvel sýnt öðrum þau. 9. febrúar 2024 13:45
Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. 7. febrúar 2024 07:23
Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07
Trump gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir dala Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna verður gert að greiða E. Jean Carroll 83,3 milljónir bandaríkjadala í fyrir ærumeiðingar sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna. 26. janúar 2024 22:57