Hlaupaheimurinn í áfalli: „Setning sem hefur ómað í hausnum á mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Arnar Pétursson er einn besti hlaupari landsins. vísir/arnar Einn besti hlaupari landsins Arnar Pétursson segir að það hafi verið algjört högg í magann þegar hann frétti af því að maraþonhlauparinn Kelvin Kiptum væri látinn. Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“ Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira