Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 21:47 Bjarki Þór Wíum Sveinsson, Freyr Jónsson og Sif Svavarsdóttir, nemendur í Listaháskólanum. Vísir/Arnar Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun. Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun.
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira