Son blöskraði borðtennisspilið og meiddist í átökum við liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 11:30 Son Heung-min var með fingurinn í spelku í undanúrslitaleiknum gegn Jórdaníu í síðustu viku, og einnig í leik með Tottenham gegn Brighton um helgina. Getty/Etsuo Hara Son Heung-min, fyrirliði Tottenham og Suður-Kóreu, meiddist í fingri þegar hann reifst við unga liðsfélaga í suður-kóreska landsliðinu kvöldið fyrir undanúrslitaleik á Asíumótinu í fótbolta. Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira