Skoðun

Meiri verð­bólga – meiri hagnaður fyrir­tækja

Stefán Ólafsson skrifar

Atvinnurekendur tala gjarnan um að verðbólga sé nær eingöngu launahækkunum um að kenna. Það stenst enga skoðun.

Ekkert markvert samband er milli aukningar verðbólgu og hækkunar launa í kjarasamningum sl. 20 ár. Staðreyndin er sú að þegar verðbólga varð hæst þá var það yfirleitt vegna hækkandi innflutningsverðlags og gengisbreytinga – eða vegna hækkana fyrirtækja umfram kostnaðarhækkanir, til að sækja aukinn hagnað.

Launakostnaður hefur almennt verið í lægra lagi þegar verðbólgan hefur risið hæst. Þetta má glögglega sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir gögn Hagstofunnar um hagnað og launakostnað fyrirtækja sem hlutfall af veltu – og tengslin við verðbólgu.

Niðurstaðan er skýr. Meiri verðbólga tengist meiri hagnaði fyrirtækja og hlutfallslega lágum launakostnaði.

Þetta var sérstaklega skýrt árin 2021 og 2022 – og raunar einnig árið 2023 (þó gögnin á myndinni nái ekki þangað). Sama var uppi árin 2011 og 2012 þegar verðbólga var í hærra lagi.

Þó launakostnaður fyrirtækja hafi aukist mikið á árunum 2015 til 2018 hélst verðbólgan óvenju lág. Þá var hagnaður fyrirtækja lækkandi en þó vel viðunandi, nema helst Kóvid-árið 2020.

Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.




Skoðun

Skoðun

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Skoðun

Ás­laug Arna er fram­tíðin

Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Sjá meira


×