Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2024 15:30 Aparólan verður reist á öðrum stað á túninu. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum. Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum.
Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira