FH-ingur í eins leiks bann fyrir olnbogaskot Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. febrúar 2024 18:46 Jakob Martin skýtur að marki áður en hann fékk að fjúka af velli. vísir / hulda margrét Jakob Martin Ásgeirsson, handknattleiksmaður FH, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann vegna „sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar“ í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins gegn Haukum. Hann tekur bannið út í næsta leik FH í Olís deildinni, gegn HK þann 24. febrúar. Geir Guðmundsson fór í árás og þar setti Jakob Martin olnbogann beint í andlitið á Geir sem hrundi niður í kjölfarið. Þetta gerðist á óheppilegum tíma fyrir FH þar sem gestirnir voru að spila betur og höfðu minnkað muninn niður í eitt mark. Eftir að Jakob Martin fékk rautt spjald gáfu Haukar í og gerðu fimm mörk gegn aðeins einu hjá gestunum. Eftir það var munurinn orðinn of mikill og Haukar unnu að lokum fjögurra marka sigur 33-29. Skrifaði Andri Már Eggertsson, fréttamaður Vísis og Stöðvar 2 um atvikið. Hann ræddi svo við Sigurstein Arndal, þjálfara FH, eftir leik. Þar sagðist þjálfarinn ekki hafa séð atvikið sjálfur en taldi dapurlegt að Jakob hafi verið rekinn af velli án þess að atvikið væri skoðað aftur á myndbandi. Málið rataði inn á borð aganefndar HSÍ sem fundaði í dag og dæmdi Jakob í bann. Í úrskurði nefndarinnar sagði: „Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik Hauka og FH í Powerade bikar karla þann 12.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.“ Powerade-bikarinn FH Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. 12. febrúar 2024 21:40 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 33-29 | Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn og fara í Höllina Haukar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á nágrönnum sínum 33-29. FH gerði fyrstu tvö mörkin en það var eina forysta liðsins í leiknum. 12. febrúar 2024 18:45 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Geir Guðmundsson fór í árás og þar setti Jakob Martin olnbogann beint í andlitið á Geir sem hrundi niður í kjölfarið. Þetta gerðist á óheppilegum tíma fyrir FH þar sem gestirnir voru að spila betur og höfðu minnkað muninn niður í eitt mark. Eftir að Jakob Martin fékk rautt spjald gáfu Haukar í og gerðu fimm mörk gegn aðeins einu hjá gestunum. Eftir það var munurinn orðinn of mikill og Haukar unnu að lokum fjögurra marka sigur 33-29. Skrifaði Andri Már Eggertsson, fréttamaður Vísis og Stöðvar 2 um atvikið. Hann ræddi svo við Sigurstein Arndal, þjálfara FH, eftir leik. Þar sagðist þjálfarinn ekki hafa séð atvikið sjálfur en taldi dapurlegt að Jakob hafi verið rekinn af velli án þess að atvikið væri skoðað aftur á myndbandi. Málið rataði inn á borð aganefndar HSÍ sem fundaði í dag og dæmdi Jakob í bann. Í úrskurði nefndarinnar sagði: „Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik Hauka og FH í Powerade bikar karla þann 12.02.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.“
Powerade-bikarinn FH Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. 12. febrúar 2024 21:40 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 33-29 | Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn og fara í Höllina Haukar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á nágrönnum sínum 33-29. FH gerði fyrstu tvö mörkin en það var eina forysta liðsins í leiknum. 12. febrúar 2024 18:45 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. 12. febrúar 2024 21:40
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 33-29 | Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn og fara í Höllina Haukar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á nágrönnum sínum 33-29. FH gerði fyrstu tvö mörkin en það var eina forysta liðsins í leiknum. 12. febrúar 2024 18:45