Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun