Innlent

Raf­magn af hluta Kefla­víkur í nótt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm

Rafmagn verður tekið af á afmörkuðu svæði Keflavík í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HS Veitna. Þar er birt kort af svæðinu sem verður rafmagnslaust.

Þar segir að þetta sé tilkomið vegna vinnu við styrkingu á dreifikerfinu. Stutt er síðan Reykjanesbær var heitavatnslaus um nokkurra daga skeið í kjölfar þess að hraun eyðilagði heitavatnslögn frá Svartsengi til bæjarins.

Gert er ráð fyrir því að rafmagnið verði tekið af klukkan 23:00 í kvöld. Búast HS Veitur við því að rafmagn verði komið á að nýju eigi síðar en klukkan 05:00 í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×