Léleg námslán eru pólitísk ákvörðun Rakel Anna Boulter skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun