Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2024 11:29 Alexei Navalní hefur setið í fangelsi í Rússlandi í nokkur ár og hefur varið mestum tíma sínum í fangelsi í einangrun. EPA/SERGEI ILNITSKY Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda. Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Navalní hafi misst meðvitund í morgun eftir göngutúr. Endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en þær hafi ekki borið árangur. Í fréttinni segir að dánarorsök liggi ekki fyrir enn. Samstarfsmenn Navalnís og ráðgjafar hans hafa ekki staðfest andlát hans enn. Talskona hans segist engar upplýsingar hafa fengið, aðrar en þær sem birtar hafi verið af fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. The Federal Penitentiary Service of Russia in the Yamalo-Nenets Autonomous Okrug is spreading the news of Alexey Navalny's death in IK-3. We have no confirmation of this yet. Alexey's lawyer is currently on his way to Kharp. As soon as we have some information, we will report on — (@Kira_Yarmysh) February 16, 2024 Leoníd Vólkov, starfsmannastjóri Navalnís, segir dauða hans ekki hafa verið staðfestan. Sé Navalní látinn sé staðreyndin sú að hann hafi verið myrtur af Pútín. Ekkert annað komi til greina. Leonid Volkov, Navalny s chief of staff We have no grounds to believe state propaganda. If it s true, then it s not Navalny died, but Putin killed Navalny, nothing else. But I don t believe them for a second. https://t.co/COyxfT68K4— max seddon (@maxseddon) February 16, 2024 Navalní var 47 ára gamall en hann var síðasta sumar dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hafði einnig reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en var meinað að gera það. Navalní mætti í dómsal í gær í gegnum fjarvistabúnað. Yesterday Navalny looked to be fine during a court hearing where he spoke via video link from his penal colony pic.twitter.com/e8HoAnWsQB— Francis Scarr (@francis_scarr) February 16, 2024 Áðurnefnd samtök unnu að því að opinbera spillingu embættismanna í Rússlandi. Forsvarsmenn samtakanna skipulögðu einnig mótmæli í Rússlandi og héldu utan um gagnagrunn sem átti að gera kjósendurum auðveldara að finna frambjóðendur í kosningum sem áttu möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútíns. Sjá einnig: Kreml vængstífir samtök Navalní Hann hefur setið í fangelsi frá 2021 þegar hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Sjá einnig: Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði um sumarið 2021 að afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir Rússland, ef Navalní myndi deyja í fangelsi. Hann sagðist hafa varað Pútín við því en tók ekki fram hvort hann ætlaði sér að grípa til einhverra aðgerða. Hér má sjá hluta úr viðtali Christine Amanpour við Navalny árið 2020 þar sem hann sagði af hverju hann vildi snúa aftur til Rússlands, eftir að eitrað var fyrir honum. Christiane Amanpour to Alexei Navalny: Why do you want to go back? Navalny: I have to go back he [Putin] is killing people pic.twitter.com/VgSU8uG4n0— Yashar Ali (@yashar) February 16, 2024 Hvarf í fangelsi Undir lok síðasta árs virtist sem Navalní hefði týnst í fangelsi. Samstarfsmenn hans og lögmenn náðu ekki sambandi við hann eftir að hann birtist ekki í dómsal, í gegnum fjarskiptabúnað, tvo daga í röð. Seinna meir kom í ljós að hann hafði verið fluttur í nýja fanganýlendu í Síberíu. Sjá einnig: Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur tjáð sig um andlát Navalnís. Í samtali við blaðamenn í morgun sagði hann ekki ljóst af hverju Navalní hefði dáið. Peskov indirectly confirms the death of the Russian opposition leader Alexey Navalny in prison. pic.twitter.com/Ebk4RszGlI— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) February 16, 2024 Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Andlát Tengdar fréttir Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. 1. júní 2021 10:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Navalní hafi misst meðvitund í morgun eftir göngutúr. Endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en þær hafi ekki borið árangur. Í fréttinni segir að dánarorsök liggi ekki fyrir enn. Samstarfsmenn Navalnís og ráðgjafar hans hafa ekki staðfest andlát hans enn. Talskona hans segist engar upplýsingar hafa fengið, aðrar en þær sem birtar hafi verið af fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. The Federal Penitentiary Service of Russia in the Yamalo-Nenets Autonomous Okrug is spreading the news of Alexey Navalny's death in IK-3. We have no confirmation of this yet. Alexey's lawyer is currently on his way to Kharp. As soon as we have some information, we will report on — (@Kira_Yarmysh) February 16, 2024 Leoníd Vólkov, starfsmannastjóri Navalnís, segir dauða hans ekki hafa verið staðfestan. Sé Navalní látinn sé staðreyndin sú að hann hafi verið myrtur af Pútín. Ekkert annað komi til greina. Leonid Volkov, Navalny s chief of staff We have no grounds to believe state propaganda. If it s true, then it s not Navalny died, but Putin killed Navalny, nothing else. But I don t believe them for a second. https://t.co/COyxfT68K4— max seddon (@maxseddon) February 16, 2024 Navalní var 47 ára gamall en hann var síðasta sumar dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hafði einnig reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en var meinað að gera það. Navalní mætti í dómsal í gær í gegnum fjarvistabúnað. Yesterday Navalny looked to be fine during a court hearing where he spoke via video link from his penal colony pic.twitter.com/e8HoAnWsQB— Francis Scarr (@francis_scarr) February 16, 2024 Áðurnefnd samtök unnu að því að opinbera spillingu embættismanna í Rússlandi. Forsvarsmenn samtakanna skipulögðu einnig mótmæli í Rússlandi og héldu utan um gagnagrunn sem átti að gera kjósendurum auðveldara að finna frambjóðendur í kosningum sem áttu möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútíns. Sjá einnig: Kreml vængstífir samtök Navalní Hann hefur setið í fangelsi frá 2021 þegar hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Sjá einnig: Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði um sumarið 2021 að afleiðingarnar yrðu alvarlegar fyrir Rússland, ef Navalní myndi deyja í fangelsi. Hann sagðist hafa varað Pútín við því en tók ekki fram hvort hann ætlaði sér að grípa til einhverra aðgerða. Hér má sjá hluta úr viðtali Christine Amanpour við Navalny árið 2020 þar sem hann sagði af hverju hann vildi snúa aftur til Rússlands, eftir að eitrað var fyrir honum. Christiane Amanpour to Alexei Navalny: Why do you want to go back? Navalny: I have to go back he [Putin] is killing people pic.twitter.com/VgSU8uG4n0— Yashar Ali (@yashar) February 16, 2024 Hvarf í fangelsi Undir lok síðasta árs virtist sem Navalní hefði týnst í fangelsi. Samstarfsmenn hans og lögmenn náðu ekki sambandi við hann eftir að hann birtist ekki í dómsal, í gegnum fjarskiptabúnað, tvo daga í röð. Seinna meir kom í ljós að hann hafði verið fluttur í nýja fanganýlendu í Síberíu. Sjá einnig: Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur tjáð sig um andlát Navalnís. Í samtali við blaðamenn í morgun sagði hann ekki ljóst af hverju Navalní hefði dáið. Peskov indirectly confirms the death of the Russian opposition leader Alexey Navalny in prison. pic.twitter.com/Ebk4RszGlI— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) February 16, 2024
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Andlát Tengdar fréttir Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. 1. júní 2021 10:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06
Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10
Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11. október 2021 11:22
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46
Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. 1. júní 2021 10:21